Tilkynning um útboð ríkisbréfa – skiptiútboð – RIKB 21 0805
Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Greiðsla fyrir ríkisbréfin þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag. Um 10% viðbót sjá 6. gr. í almennum útboðskilmálum ríkisbréfa.Andvirði uppkaupsbréfanna ásamt áföllnum vöxtum kemur sem greiðsla fyrir kaupum á nýjum bréfum.Lánamál ríkisins greiða ekki þóknun vegna kaupa á RIKB 20 0205Ath. að ekki er tekið við greiðslu í reiðufé. Eingöngu má greiða fyrir flokkinn með uppkaupsflokkinum á uppkaupsverði. Tilkynna þarf um magn bréfa í uppkaupsflokki fyrir kl. 14:00 daginn fyrir uppgjörsdag.Til nánari upplýsinga er að öðru leyti vísað til heimasíðu Lánamála ríkisins, þ.e. vegna lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa.Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.