Skip to main content

Níu mánaða uppgjör Landsvirkjunar

Sterkur efnahagur í erfiðum ytri aðstæðumHelstu atriði árshlutareiknings
Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 127,6 milljónum USD (15,8 ma.kr.), en var 133,4 milljónir USD á sama tímabili árið áður og lækkar því um 4,4% milli tímabila.Hagnaður tímabilsins var 89,0 milljónir USD (11,0 ma.kr.) en var 89,3 milljónir USD á sama tímabili árið áður.Rekstrartekjur námu 372,4 milljónum USD (46,2 ma.kr.) og lækka um 26,4 milljónir USD (6,6%) frá sama tímabili árið áður.Nettó skuldir lækkuðu um 171,8 milljónir USD (21,3 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok september 1.712,8 milljónir USD (212,4 ma.kr.). 
Handbært fé frá rekstri nam 222,4 milljónum USD (27,6 ma.kr.) sem er 0,1% lækkun frá sama tímabili árið áður.
Hörður Arnarson, forstjóri:
„Rekstur aflstöðva gekk almennt vel á fyrstu níu mánuðum ársins. Gengið hefur vel að bæta nýjustu aflstöðvunum Búrfellsstöð II og Þeistareykjastöð við raforkukerfið og hlaut sú síðarnefnda nýlega gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Ný og endurnýjuð Gufustöð í Bjarnarflagi hefur verið tekin í notkun og nýtir hún gufumagnið betur en sú eldri, sem er í samræmi við stefnu okkar um bætta nýtingu auðlindarinnar. Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar í upphafi vatnsárs 1. október eru góðar.Afkoma þriðja ársfjórðungs litast þó af erfiðum ytri aðstæðum, þar sem afurðaverð stórra viðskiptavina hefur verið lágt og þróun álverðs hefur haft neikvæð áhrif á tekjur. Þá varð tekjutap vegna tímabundinnar stöðvunar þriðja kerskálans hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík upp á um 10 milljónir bandaríkjadala (1,24 milljarða króna) og sér þess merki í rekstrarniðurstöðum fjórðungsins.Þrátt fyrir þetta hélt efnahagur fyrirtækisins áfram að styrkjast á þriðja ársfjórðungi og þau ánægjulegu tíðindi bárust nú í nóvember að Moody’s staðfesti bætta fjárhagsstöðu Landsvirkjunar með því að hækka lánshæfiseinkunn fyrirtækisins. Nettó skuldir lækkuðu um tæplega 172 milljónir bandaríkjadala (21 milljarð króna) á fyrstu níu mánuðum ársins. Sjóðstreymi er áfram sterkt í rekstri Landsvirkjunar, en handbært fé frá rekstri nam 222,4 milljónum bandaríkjadala (27,6 milljörðum króna) á fyrstu níu mánuðum ársins, og var því að mestu varið í að lækka skuldir.“
ViðhengiÁrshlutareikningur janúar-september 2019Fréttatilkynning

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.