Arion banki: Tillaga tilnefningarnefndar og framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar

Aðalfundur Arion banka, verður haldinn í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19, 105 Reykjavík, þann 17. mars. 2020, kl. 16:00Á dagskrá fundarins er m.a. kosning stjórnar bankans. Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út 12. mars 2020, kl. 16:00.Allir núverandi stjórnarmenn hafa boðið sig fram til áframhaldandi setu í stjórn bankans. Tilnefningarnefnd hefur farið yfir þau framboð sem bárust og metið hæði frambjóðenda. Skýrsla tilnefningarnefndar og upplýsingar um frambjóðendur er meðfylgjandi. Eftirtaldir aðilar eru í framboði til stjórnar Arion banka og leggur tilnefningarnefnd til að þeir verði kjörnir í stjórn bankans:Brynjólfur BjarnasonHerdís Dröfn FjeldstedGunnar SturlusonLiv FiksdahlPaul Richard HornerRenier LemmensSteinunn Kristín ÞórðardóttirVaramenn:Ólafur Örn SvanssonSigurbjörg Ásta JónsdóttirÞröstur RíkharðssonTilnefningarnefnd leggur jafnframt til að Brynjólfur Bjarnason verði kjörinn formaður stjórnar og Herdís Dröfn Fjeldsted verði kjörin varaformaðurEftirtaldir aðilar eru í framboði til tilnefningarnefndar og eru upplýsingar um frambjóðendur til tilnefningarnefndar meðfylgjandi:Júlíus ÞorfinnssonSam TaylorNánari upplýsingar um aðalfund Arion banka hf. má nálgast á vef bankans www.arionbanki.is/gm og með því að hafa samband við Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is s. 856 6760.ViðhengiTillögur tilnefningarnefndar – Proposal of the Nomination CommitteeUpplýsingar um frambjóðendur til stjórnarUpplýsingar um frambjóðendur til tilnefningarnefndar