VÍS: Tilnefningarnefnd VÍS óskar eftir framboðum til stjórnar
Tilnefningarnefnd VÍS auglýsir eftir framboðum eða tilnefningum til stjórnar VÍS vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 17. mars 2022.
Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar er til föstudagsins 4. febrúar 2022.
Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem unnt er að nálgast hér og á vefsvæði tilnefningarnefndar á heimasíðu VÍS: https://www.vis.is/tilnefningarnefnd/. Útfylltum eyðublöðum skal skila á netfangið: tilnefningarnefnd@vis.is.
Almennur framboðsfrestur til stjórnar samkvæmt samþykktum VÍS er fimm dögum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að því tímamarki, en um þau framboð verður ekki fjallað í tillögu tilnefningarnefndar.
Rökstudd tillaga tilnefningarnefndar um bestu samsetningu stjórnar verður birt samhliða aðalfundarboði.