VÍS: Tilkynning vegna viðskiptavaktar

Vátryggingafélagi Íslands hf. hefur borist tilkynning frá Arion banka sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins. Samkvæmt tilkynningunni er ekki lengur þörf til að beita heimild í samningnum um að víkja frá skilyrðum samningsins hvað varðar verðbil og fjárhæðir vegna óviðráðanlegra aðstæðna, sbr. tilkynningu frá 12.03.2020. Gilda því ákvæði samningsins um verðbil og fjárhæðir að nýju.