VÍS: Endanleg dagskrá og tillögur til framhaldsaðalfundar VÍS þann 19. maí 2020

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 19. mars s.l. var tekin ákvörðun um að fresta ákvörðun um greiðslu arðs vegna reikningsársins 2019 til framhaldsaðalfundar, sem haldinn yrði innan tveggja mánaða frá aðalfundardegi.Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. hefur boðað til framhaldsaðalfundar í félaginu sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, þriðjudaginn 19. maí 2020. Fundurinn hefst kl. 16:00. Hluthafar eru beðnir um að kynna sér vandlega leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu og rafræna þátttöku að neðan og í meðfylgjandi viðhengi.Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi mál:Ákvörðun um tillögu stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað félagsins og greiðslu arðsStjórn félagsins leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 komi til hækkunar á eigin fé félagsins.Önnur mál löglega fram borinHluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem þeir ætla að mæta á fundarstað eða fylgjast með fundinum í beinni útsendingu, þurfa að nálgast aðgangsupplýsingar á vefsíðunni www.smartagm.com eigi síðar en kl. 16:00 þann 18. maí, eða degi fyrir fundardag. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun eingöngu fara fram í gegnum stafræna kosningakerfið Lumi AGM (https://www.lumiglobal.com/). Hluthafar geta hlaðið niður smáforriti í eigin snjalltæki eða greitt atkvæði í gegnum vefslóð. Nánari upplýsingar um skráningu á fundinn og framkvæmd kosninga er að finna á vefsíðu félagsins.Opið verður fyrir kosningu frá kl. 12:00 til kl. 16:00 á fundardegi. Eftir kl. 16:00 verður ekki unnt að kjósa um þær tillögur sem liggja fyrir fundinum.Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vefslóðinni: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/hluthafafundur.Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hlutaskrárkerfi félagsins þegar framhaldsaðalfundur fer fram geta beitt réttindum sínum á fundinum.Framhaldsaðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður.Hluthafar geta lagt fram spurningar áður en framhaldsaðalfundurinn hefst með tölvupósti á netfangið stjorn@vis.is eða á framhaldsaðalfundinum sjálfum. Fundarboð, sem vísast til að öðru leyti en hér greinir, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæða á fundarboðsdegi, tillaga stjórnar til framhaldsaðalfundar, ásamt umboðsformum eru nú aðgengileg á vefsíðu félagsins. Fundargögn eru á íslensku og ensku en hluthafafundurinn fer fram á íslensku. Sé misræmi milli fundargagna á ensku annars vegar og íslensku hins vegar, gildir íslenska útgáfan.ViðhengiLeiðbeiningar vegna rafrænnar skráningar og kosningar