VÍS: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2020 og kynningarfundur

VÍS birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða þann 29. apríl næstkomandi. Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 30. apríl, klukkan 8:30.Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku að honum loknum á vefslóðinni: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestafundur.
Fundurinn verður í beinni útsendingu með fjarfundarbúnaði Cisco Webex. Hægt er að tengjast fundinum með vafra eða hlaða niður hugbúnaði frá Cisco.
Á fundinum mun Helgi Bjarnason forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum.
Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast hér: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestar/.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 og með netfanginu erlatryggva@vis.is.