Veðskuldabréfasjóðurinn Virðing sem er í rekstri Rekstrarfélags Virðingar hf. gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2014.Hagnaður af rekstri sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 14,5 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi.Hrein eign sjóðsins nam 194,6 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.Árshlutareikningurinn var kannaður af Deloitte ehf. Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á tímabilinu, fjárhagsstöðu þess 30. júní 2020 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu, í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um reikningsskil verðbréfasjóða.Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Júpíter rekstrarfélags hf. í síma 522-0010.ViðhengiVeðskuldabr. Virðing árshlutareikn. 30.6.20