Veðskuld slhf.: Árshlutareikningur – 6 mán.
Veðskuld slhf., félag í rekstri Júpíter rekstrarfélags hf., birtir árshlutareikning sinn fyrir árið 2020.Hagnaður af rekstri félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 37,8 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé nam 435,9 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Árshlutareikningurinn var kannaður af Deloitte ehf. Við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á tímabilinu, fjárhagsstöðu þess 30. júní 2020 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu.
Nánari upplýsingar um ársreikning Veðskuldar slhf veitir starfsfólk Júpíter rekstrarfélags hf. í síma 5220010.ViðhengiVeðskuld slhf. 30. júní 2020-Signed