Upplýsingar í aðdraganda árshlutauppgjörs

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2020 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma eftir skatta vera um 1.500 m.kr. og samsett hlutfall á fjórðungnum um 97%. Afkoma á fyrstu sex mánuðum ársins mun samkvæmt þessu vera um 1.100 m.kr. og samsett hlutfall um 98%. Sveiflur á eignamörkuðum skýra að nær öllu leyti viðsnúning á afkomu félagsins á milli fjórðunga. Áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu og kann að taka breytingum fram að birtingardegi þann 19. ágúst nk.Í kjölfar umtalsverðs samdráttar í umferð eftir að samkomubann tók gildi og hagstæðrar tjónaþróunar í kjölfarið var ákveðið að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga einstaklinga með því að fella niður iðgjöld af þeim í maímánuði. Lækkun iðgjalda vegna þessarar ráðstöfunar nemur um 650 m.kr. og kemur að fullu fram á öðrum ársfjórðungi. Aðgerðin vakti ánægju viðskiptavina og var afar vel tekið í samfélaginu. Áður birtar horfur voru felldar úr gildi 12. mars sl. í ljósi óvissu í tengslum við útbreiðslu COVID-19. Enn ríkir umtalsverð óvissa um áhrif faraldursins á íslenskt hagkerfi en stefnt er að því að birta horfur fyrir rekstrarárið 2020 og til næstu 12 mánaða við birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs og fyrstu sex mánaða ársins 2020 þann 19. ágúst nk.Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is