Uppgreiðsla Landfesta ehf. á LF 14 1

Landfestar ehf., dótturfélag Eikar fasteignafélags hf., tilkynnti 20. október 2020 um að dótturfélagið stefndi að uppgreiðslu á skuldabréfaflokki sínum LF 14 1. Um er að ræða verðtryggðan skuldabréfaflokk sem gefinn var út árið 2014. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð var 12.500 m.kr. að nafnverði og nema eftirstöðvar skuldabréfanna nú um 12.700 m.kr. Skuldabréfin bera 1,5% uppgreiðslugjald samkvæmt skilmálum.
Landfestar ehf. hefur tilkynnt um þá ákvörðun að greiða upp skuldabréfin og mun uppgreiðsla fara fram á næsta gjalddaga, þann 12. desember 2020. Þar sem sá dagur er laugardagur fer greiðsla fram á næsta bankadegi, þ.e. mánudeginum 14. desember 2020, í samræmi við skilmála skuldabréfanna. Uppgreiðslan verður að fullu fjármögnuð með lánveitingu Eikar fasteignafélags hf. til Landfesta ehf., en félagið hefur þegar náð samningum við banka sem tryggja þá fjármögnun.Nánari upplýsingar veita:
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980