Skip to main content

Uppgjör Brims hf. á þriðja ársfjórðungi 2019

Rekstrartekjur samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi voru 67,7 m€ og 177,7 m€ á fyrstu níu mánuðum ársins (3F 2018: 49,2 m€, fyrstu níu mánuðum 2018: 149,2 m€)EBITDA nam 28,1 m€ á þriðja ársfjórðungi og 51,3 m€ á fyrstu níu mánuðum ársins (3F 2018: 13,5 m€, fyrstu níu mánuðum ársins 2018: 24,1 m€)Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var 17,8 m€ og á fyrstu níu mánuðum ársins 28,5 m€ (3F 2018: 8,2 m€, fyrstu níu mánuði 2018: 11,2 m€)Handbært fé frá rekstri nam 41,7 m€ á fyrstu níu mánuðum ársins (fyrstu níu mánuði 2018: 17,4 m€)
Rekstur fyrstu níu mánaða ársins 2019Rekstrartekjur Brims hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 námu 177,7 m€, samanborið við 149,2 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 51,3 m€ eða 28,9% af rekstrartekjum, en var 24,1 m€ eða 16,2% árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 3,2 m€, en voru neikvæð um 1,4 m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 0,1 m€, en voru jákvæð um 1,9 m€ árið áður.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 37,2 m€ og hagnaður tímabilsins var 28,5 m€. EfnahagurHeildareignir félagsins námu 663,8 m€ í lok september 2019. Þar af voru fastafjármunir 533,6 m€ og veltufjármunir 130,2 m€.  Eigið fé nam 295,6 m€, eiginfjárhlutfall í lok september var 44,5%, en var 41,9% í lok árs 2018. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 368,3 m€.SjóðstreymiHandbært fé frá rekstri nam 41,7 m€ á tímabilinu, en nam 17,4 m€ á sama tíma fyrra árs.  Fjárfestingarhreyfingar voru jákvæðar um 20,5 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 50,6 m€.  Handbært fé hækkaði því um 11,6 m€ á tímabilinu og var í lok september 49,9 m€.Meginniðurstöður færðar til íslenskra krónaSéu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrstu níu mánaða árins 2019 (1 evra = 137,11 kr) verða tekjur 24,4 milljarðar króna, EBITDA 7,0 milljarður og hagnaður 3,9 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. september 2019 (1 evra = 134,72 kr) verða eignir samtals 89,4 milljarðar króna, skuldir 49,6 milljarðar og eigið fé 39,8 milljarðar. Skipastóll og afliÍ skipastól félagsins voru í septemberlok átta skip.  Á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 var afli skipa félagsins 40 þúsund tonn af botnfiski og 70 þúsund tonn af uppsjávarfiski.Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:„Okkur gekk vel á þriðja fjórðungi ársins.  Þorskveiði, makrílveiðar og vinnsla gengu vel og meira var framleitt á þessu tímabili af verðmætari afurðum.  Verð afurða á erlendum mörkuðum voru hagstæð og ekkert skip var í slipp á tímabilinu.  Þá eru auknar fjárfestingar félagsins á undanförnum misserum í nýjum skipum og aflaheimildum að skila sér með skýrum hætti í aukinni arðsemi.“ Önnur málÞann 15. október var hlutafé félagsins hækkað um 133.751 þúsund krónur í tengslum við kaup félagsins á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi.  Félögin verða hluti af samstæðureikningsskilum á fjórða ársfjórðungi. Í lok október var gerður samningur um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, Fiskvinnslunni Kambi hf. og útgerðarfélaginu Grábrók ehf.  Samanlagt kaupverð félaganna nemur um 22 millj. evra og samþykkti stjórn félagsins kaupin á fundi sínum í dag.  Kaupin eru háð samþykki hluthafafundar, Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila.Kynningarfundur þann 15. nóvember 2019Opinn kynningarfundur um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi verður haldinn föstudaginn 15. nóvember klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Guðmundur Kristjánsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.
ViðhengiAfkoma Brims hf 3Q2019Brim Árshlutareikningur 30.09.2019

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.