Traustur rekstur Orkuveitu Reykjavíkur

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur gekk vel á fyrsta fjórðungi ársins, rekstrarhagnaður tímabilsins nam 5,5 milljörðum króna en vegna óhagfelldra áhrifa ytri áhrifaþátta er heildarniðurstaða reksturs tímabilsins neikvæð um 2,6 milljarða króna. Orkuveita Reykjavíkur er vel í stakk búin til að takast á við þessa óhagfelldu áhrifaþætti, lausafjárstaða er traust en í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárstaða fyrirtækisins rúmir 23 milljarðar króna.Miklar fjárfestingar
Í takti við uppbyggingu á helstu þjónustusvæðum fyrirtækisins voru fjárfestingar með mesta móti á fyrstu þremur mánuðum ársins og námu alls 3,8 milljörðum króna. Helstu fjárfestingar tímabilsins tengjast uppbyggingu og viðhaldi veitukerfa – vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og rafveitu -, fjárfestingu í nýjum borholum á Hengilsvæðinu ásamt tengingum heimila í Árborg og Reykjanesbæ við Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur.
Yfirlit stjórnenda
Lykiltölur fjármálaFleiri lykiltölur fjármála OR-samstæðunnar eru birtar á vef Orkuveitu Reykjavíkur ásamt fjárhagslegum markmiðum sem unnið er að.Slóðin er https://www.or.is/fjarmal/fjarmalafrettir/lykiltolur-fjarmalaViðhengiOR Samstæða 31.3.2020