TM birtir lýsingu
TM hf. birtir lýsingu í tengslum við:Umsókn um að ný hlutabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq IcelandForgangsréttarútboð og almennt útboð á 93.750.000 nýjum hlutum í TMHeildarfjöldi útgefinna hluta í TM hf. (“TM”) er 678.142.669 og hyggst félagið gefa út 93.750.000 nýja hluti til viðbótar. Hver hlutur er 1 króna að nafnverði og hafa hlutirnir verið gefnir út í samræmi við íslensk lög. Viðskipti með hina nýju hluti verða í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu TM (ISIN: IS0000000586).Bæði forgangsréttarútboðið og almenna útboðið lúta reglum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi almenn útboð. Í auglýsingu þessari er hugtakið “útboð” notað sem samheiti um útboðin tvö.Útboð 9.-12. desemberTM hf. hyggst selja nýja hluti í útboðinu. Markmið útboðsins er fjármögnun á kaupum TM á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf.Stærð útboðsins nemur 93.750.000 hlutum eða sem nemur 13,8% af útistandandi hlutafé í félaginu. Heildarsöluandvirði útboðsins mun nema 3,0 milljörðum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum sem boðnir eru til sölu í útboðinu.Útboðið nær til nýrra hlutabréfa í félaginu og skiptist í tvennt:Forgangsréttarútboð til hluthafa í TMAlmennt útboð til íslenskra fjárfestaAllir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 32,0 kr. á hlut eða sem samsvarar 9,1% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa TM á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 3. desember 2019. Forgangsréttarhafar að hinum nýju hlutum TM eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar TM kl. 17:00 (GMT) þann 12. desember 2019 og þeir aðilar sem fengið hafa forgangsrétt framseldan til sín og tilkynnt hafa um framsalið fyrir þann tíma samkvæmt reglum útboðsins.Seljandi mun fyrst úthluta hinum nýju hlutum til þeirra aðila sem njóta forgangsréttar. Verði enn nýjum hlutum í TM óúthlutað eftir úthlutun til forgangsréttarhafa, verður þeim úthlutað í almenna útboðinu og mun útgefandi einhliða ákveða hvernig úthlutun þessara hluta verður háttað.Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega 13. desember 2019. Eindagi kaupverðs í útboðinu er áætlaður þann 17. desember 2019 og er gert ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta og að viðskipti með þá hefjist þann 18. desember 2019. Arion banki hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu.Helstu skilmálar útboðsins:Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinuHver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/tm-utbod) frá 9. desember 2019 kl. 10:00 (GMT) til 12. desember 2019 kl. 17:00 (GMT)Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á útboðstímabilinuAðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion banka í síma 444-7000 milli kl. 09.00 og 16.00 dagana 9. desember til 12. desember 2019 og tölvupóstfanginu tm-utbod@arionbanki.isMinnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er bindandi við lok útboðstímabilsins. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um TM og skilmála útboðsins í lýsingu TM og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti, bæði er varðar rekstur TM og almenna áhættu sem er samfara því að fjárfesta í hlutabréfum.Nánari upplýsingar:Útgefandi lýsingar er TM hf., kt. 660269-2079, Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar um TM, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 4. desember 2019 og birt er á www.tm.is/fjarfestar. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði.
Stjórn TM hf.