Talsverðar fjárfestingar – Ágæt afkoma
Heildarafkoma samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu níu mánuðum ársins var ágæt, það er jákvæð um 4,5 milljarða króna. Lítilsháttar aukning var á tekjum en kostnaður jókst, meðal annars vegna vaxandi umsvifa á húsnæðismarkaði. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Árshlutareikningur samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019 var staðfestur af stjórn OR í dag.Miklar fjárfestingar – græn skuldabréfMikið húsnæði er í byggingu á þjónustusvæði fyrirtækisins. Það ásamt nauðsynlegri endurnýjun mikilvægra hita- og vatnsveituæða endurspeglast í miklum fjárfestingum samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins. Útlit er fyrir að úr slíkum fjárfestingum dragi á næstu árum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 13,1 milljarði króna fyrstu níu mánuði ársins en var 10,4 milljarðar króna á sama tímabili 2018.Hvorttveggja viðhalds- og nýfjárfestingar í virkjunum og veitukerfum samstæðu OR eru á meðal verkefna sem OR fjármagnar að hluta með útgáfu grænna skuldabréfa. Sú útgáfa hófst á fyrri hluta ársins 2019. Eftirspurn hefur verið talsvert umfram framboð í útboðum á bréfunum, kaupendahópurinn fölbreyttari en áður og hagstæð kjör hafa fengist.Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála OR:Fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaganna er traust. Það sést meðal annars á því að þrátt fyrir miklar fjárfestingar hafa Veitur orðið við áskorunum verkalýðssamtaka og samtaka atvinnurekenda um að halda verði fyrir grunnþjónustu sem stöðugustu. Þá stendur eignfjárhlutfall nánast í stað og heildarafkoman er vel viðunandi. Við sjáum líka á þeim kjörum sem OR fær á fjármálamarkaði að lánveitendur telja reksturinn traustan.Framundan eru mikilvæg verkefni í starfseminni. Ein stærsta einstaka fjárfesting okkar á næstu árum er uppfærsla á orkumælum viðskiptavina. Hún mun taka nokkur ár en gera okkur kleift að auka og bæta þjónustuna. Við erum líka stöðugt að meta áhrif loftslagsbreytinga á okkar starfsemi, til lengri og skemmri tíma. Orkuveita Reykjavíkur hefur metnað til vera leiðandi í baráttunni við loftlagsvána. Við erum líka meta með hvaða hætti við þurfum að auka seiglu okkar til að mæta því sem verða vill í þeim efnum. Jafnframt leika Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin lykilhlutverk í að gera öðrum kleift að draga úr sínu kolefnisspori og þar vegur uppbygging innviða fyrir orkuskipti í samgöngum þyngst.Yfirlit stjórnendaLykiltölur fjármálaFleiri lykiltölur fjármála OR-samstæðunnar eru birtar á vef Orkuveitu Reykjavíkur ásamt fjárhagslegum markmiðum sem unnið er eftir.Slóðin er https://www.or.is/fjarmal/lykiltolur-fjarmala/
Nánari upplýsingar:
Ingvar Stefánsson
Framkvæmdastjóri fjármála OR516 6100ViðhengiOR Árshlutareikningur samstæðu F3 2019