Sýn hf.: Áhrif COVID-19 sjáanleg á fjórðungnum

Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2020 var samþykktur á stjórnarfundi þann 13. maí 2020.Heiðar Guðjónsson, forstjóri:
„Við reyndum að vera varkár í spám okkar fyrir árið en það var ekki inn í okkar svartsýnustu sviðsmynd að hagkerfið myndi meira og minna loka. Við náum samt að sýna aukningu í EBITDA, eins og við höfðum stefnt að. Það helgast mest af því að við erum að ná að gera fyrirtækið sveigjanlegra. Störfum hefur fækkað frá síðasta ári um rúmlega 100 og deildir fyrirtækisins vinna hagkvæmar. Vegna ástandsins þurftum við að loka verslunum, hætta vettvangsþjónustu og auglýsingatekjur lækkuðu mikið. Gagnaverið á Korputorgi hefur verið tekið í notkun en vegna COVID-19 hefur yfirfærsla gagna tafist, en er núna í gangi. Áfram er unnið að því að hagræða í kringum uppbyggingu á 5G og á skyldum innviðum. Við vonumst eftir að geta kynnt útfærslu á næstu 3 mánuðum og teljum að fjarskiptafélögin hafi þar sömu hagsmuni og almenningur. Frjálst sjóðstreymi eykst um yfir 500 milljónir á milli ára. Við leggjum sérstaka áherslu á að bæta sjóðstreymi rekstrarins.“Frekari upplýsingar:
Tekið er á móti fyrirspurnum í gegnum netfangið fjarfestatengsl@syn.is ViðhengiSýn hf. 2020 1F – ÁrshlutareikningurSýn hf. 2020 1F – FjárfestakynningSýn hf. 2020 1F – Fréttatilkynning