Skip to main content

Sveitarfélagið Árborg – Ársreikningur 2024

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 var lagður fram í bæjarráði föstudaginn 25.04.2025 og verður lagður til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar mánudaginn 28.04.2025. 

Rekstrarniðurstaða Sveitarfélagsins Árborg samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 3.243 millj.kr. en samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun með viðaukum fyrir árið 2024 var gert ráð fyrir 115,8 mill.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.  

Tekjur ársins af A- og B-hluta námu alls 23.080 millj.kr., launakostnaður 10.097 millj.kr., hækkun lífeyrisskuldbindinga nam 274 millj.kr.. Annar rekstrarkostnaður var 6.729 millj.kr. og nemur framlegð því 5.980 millj.kr. Afskriftir voru 948 millj.kr.. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.735 millj.kr. og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 3.243 millj.kr. Veltufé frá rekstri var 4.384 millj.kr. eða 19% af heildartekjum A- og B- hluta.  

Skuldaviðmið hefur lækkað á árinu 2024 og er samkvæmt reglugerð nr. 502/2012 er nú komið niður í 107,6% en var 156,6% fyrir árið 2022.  

Þá er verulegt styrkleikamerki að veltufé frá rekstri hækkaði verulega milli ára og var 4.384 millj.kr. króna árið 2024 en var 1.713 millj.kr. árið 2023.  

Áframhaldandi vöxtur og hröð íbúafjölgun einkenndi árið 2024 en þann 1. janúar 2025 voru íbúar sveitarfélagsins orðnir 12.064, samkvæmt tölum Hagstofunnar og fjölgaði um 499 frá fyrra ári eða 4,3%. Sveitarfélagið Árborg er áttunda fjölmennasta sveitarfélag landsins.   

Lántaka ársins var 1.375 millj.kr. í samanburði við 3.900 millj.kr. árið á undan. Er þar einungis um að ræða lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Minni lántaka ásamt lækkandi verðbólgu og bættum rekstri hefur lækkað fjármagnsgjöld verulega milli ára. 

Sveitarfélagið vann áfram á árinu í samræmi við aðgerðaáætlunina “Brú til betri vegar” sem var kynnt íbúum árið 2023. Samstarf við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og ráðgjafa var til fyrirmyndar við eftirfylgni aðgerða og vinnu við fjárhagsáætlun sem styður við góðan árangur ársins og stöðugri rekstur sveitarfélagsins. Áfram var leitað allra leiða til hagræðinga í rekstri sem skilar því að flestir málaflokkar sveitarfélagsins eru á pari við fjárhagsáætlun. Fjárhagsleg ábyrgð stjórnenda er skýr og stuðningur fjármáladeildar hefur skilað bættum verkferlum og betri yfirsýn stjórnenda.   

Attachment

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.