Skeljungur hf.: Lækkun hlutafjár

Skráð hefur verið í fyrirtækjaskrá hlutafjárlækkun í Skeljungi hf. að nafnverði kr. 166.356.181, en á aðalfundi félagsins þann 5. mars 2020 sl. var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins með þeim hætti að eigin hlutir félagsins yrðu ógiltir. Lagaskilyrðum fyrir lækkun hlutafjársins hefur nú verið fullnægt og lækkunin því framkvæmd.Skráð hlutafé Skeljungs hf. eftir lækkunina er að nafnverði kr. 1.985.675.666, en var fyrir lækkunina kr. 2.152.031.847 að nafnverði. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Hverjum hlut fylgir eitt atkvæði.Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is.Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.www.skeljungur.ishttps://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/