Sjóvá: Endanleg dagskrá, tillögur og fyrirkomulag hluthafafundar 25. nóvember

Hluthafafundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 10:00 í fundarsölum F og G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.Meðfylgjandi er endanleg dagskrá hluthafafundarins og þær tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Dagskráin og tillagan er óbreytt frá því boðað var til fundarins þann 3. nóvember sl. þar sem engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests sem var þann 15. nóvember 2020.Fyrirkomulag hluthafafundar:
Fundurinn verður í fundarsölum F og G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Öllum ákvörðunum heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir á grundvelli sóttvarnarlaga verður að sjálfsögðu framfylgt. Fundinum verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/hluthafafundur/hluthafafundur-2020/. Ekki verður boðið upp á möguleika á rafrænni þátttöku í fundinum.Í ljósi samkomutakmarkana býðst hluthöfum að veita umboð til umboðsmanns um þátttöku á fundinum með fyrirmælum um hvernig atkvæði skuli greidd um þá tillögu sem til afgreiðslu er. Hefur Sjóvá fengið Grétar Dór Sigurðsson hrl. hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur til að vera umboðsmann fyrir þá hluthafa sem það vilja. Hægt er að sækja viðeigandi umboðseyðublað á vefsvæði Sjóvá og senda rafrænt á gretar@lr.is. Nánari upplýsingar um umboð og skil þeirra er að finna á fyrrgreindu umboðseyðublaði á vefsvæði Sjóvá.Hluthöfum gefst jafnframt kostur á að mæta á fundinn, en í ljósi gildandi samkomutakmarkana eru hluthafar þá beðnir um að láta vita um mætingu á fundinn á netfangið stjorn@sjova.is eigi síðar en í lok dags 23. nóvember nk. svo hægt sé að áætla fjölda fundarmanna og gera viðeigandi ráðstafanir.Að öðru leyti er vísað til fyrra fundarboðs og upplýsinga um hluthafafundinn sem nálgast má á vefsvæði félagins https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/hluthafafundur/hluthafafundur-2020/ViðhengiTillögur stjórnar fyrir hluthafafund 25.11.2020Dagskrá hluthafafundar 25.11.2020