Síminn hf. – Uppgjör 1. ársfjórðungs 2021 verður birt eftir lokun markaðar 27. apríl 2021
Rafrænn kynningarfundur verður haldinn 28. apríl kl. 8:30
Síminn hf. mun birta uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung 2021 þann 27. apríl næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 28. apríl 2021 og hefst kl. 8:30. Fundurinn verður eingöngu rafrænn og munu Orri Hauksson forstjóri og Óskar Hauksson fjármálastjóri kynna uppgjör félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á heimasíðu Símans https://www.siminn.is/umsimann/uppgjor og í fréttakerfi Nasdaq Iceland.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í netstreymi á vefslóðinni: www.siminn.is/fjarfestakynning
Þeir sem vilja bera upp spurningar á meðan á streymi stendur geta sent þær á fjarfestatengsl@siminn.is og verður þeim svarað í lok fundarins.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is.