Síminn hf. – Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við sölu Sensa ehf. til Crayon Group A.S.

Síminn hf. tilkynnti þann 2. desember 2020 að félagið hefði undirritað skuldbindandi samning um sölu Símans á dótturfélaginu Sensa ehf. til Crayon A.S. Í dag tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það telji að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans.Í samræmi við kaupsamning milli Símans hf. og Crayon má reikna með að frágangur viðskiptanna eigi sér stað í lok þessa mánaðar. Síminn mun upplýsa þegar viðskiptin hafa verið frágengin.Nánari upplýsingar: Orri Hauksson, forstjóri, í síma 855 4040 eða Óskar Hauksson, fjármálastjóri, í síma 899 6169.