Síminn hf. – Lækkun hlutafjár

Á aðalfundi Símans hf. þann 11. mars 2021 voru samþykktar tvær tillögur stjórnar félagsins um að lækka hlutfé félagsins. Samanlagt lækkar hlutafé um kr. 1.210.000.000 að nafnverði og er hlutafé eftir breytinguna kr. 7.540.000.000.Fyrri tillagan snýr að lækkun hlutafjár vegna eigin hluta. Lækkunin nemur kr. 316.145.251 að nafnverði og tekur til eigin hluta sem félagið hefur eignast með kaupum á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins þann 12. mars 2020 á grundvelli 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Beiðni hefur verið send á Nasdaq og mun lækkunin verða framkvæmd föstudaginn 19. mars 2021.Seinni tillagan snýr að lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa. Lækkunin nemur kr. 893.854.749 að nafnverði. Lækkunarfjárhæð sem er umfram nafnverð, eða kr. 7.106.145.251 mun verða færð til lækkunar á yfirverðsreikningi. Samtals verða því kr. 8.000.000.000 greiddar til hluthafa hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra miðað við skráningu í hlutaskrá í lok dags 30. mars 2021. Síðasti viðskiptadagur með réttindum til útgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár er því föstudagurinn 26.mars 2021. Lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni hafa nú verið uppfylltar og verður framkvæmd hennar eftirfarandi:X-dagur 29. mars 2021Viðmiðunardagur 30. mars 2021Lækkunardagur 30. mars 2021Greiðsludagur 8. apríl 2021Vísað er til tilkynningar félagsins sem birtist í fréttakerfi Kauphallar þann 11. mars sl. þar sem greint er frá niðurstöðum aðalfundar.Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is.