Origo hf. Uppgjör 3F 2020: 16% tekjuvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins
Reykjavík 21. október 2020
Jón Björnsson forstjóri Origo hf:„Niðurstaðan á þriðja ársfjórðungi er yfir væntingum, bæði í sölu og afkomu, og sýnir að Origo hefur unnið vel úr sínum aðstæðum á síðasta fjórðungi. Styrkleiki fyrirtækisins í að leysa stór og flókin verkefni auk hagfelldra skilyrða fyrir hluta af starfsemi Origo hefur skilað þessum góða árangri. Umbreyting á starfsemi í notendabúnaði og tengdri þjónustu, aukin eftirspurn eftir rekstrarþjónustu og innviðum hjá Origo og góður rekstur Applicon eru lykilatriði í bættum rekstri. Niðurstaðan er einn af betri rekstrarfjórðungum í rekstri Origo, þegar horft er til hagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Félagið telur sig eiga inni töluverð tækifæri til að þjóna viðskiptavinum betur og styrkja rekstur Origo enn frekar. Origo leggur metnað sinn í að vera framúrskarandi í þróun hugbúnaðarvara og hyggur á frekari fjárfestingar í eigin vörum. Samhliða því telur félagið ástæðu til að sækja fram og styrkja enn frekar hugbúnaðarteymi sín, bæði í þróun eigin hugbúnaðarvara ásamt styrkingu á því teymi sem kemur að stafrænum umbreytingarverkefnum.Hugbúnaðarsvið Origo hafa náð að aðlaga starfsemi sína vel að þeim breyttu aðstæðum sem COVID-19 hefur orsakað. Þær markaðsaðstæður sem faraldurinn hefur skapað hafa flýtt fyrir þróun í stafrænni tækni, sjálfvirkni og vinnslu alls kyns upplýsinga. Sterk staða Origo í heilbrigðislausnum hefur skilað lausnum fyrir sýnatöku og eflt samskipti almennings við heilbrigðisþjónustuna. Flest ferli eru orðin að fullu sjálfvirk, afgreidd án aðkomu starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar. Með þessu hefur heilbrigðiþjónustan náð að anna allt að 5 þúsund COVID-19 prófunum á dag.Undir lok þriðja ársfjórðungs staðfesti Landshypotek bankinn í Svíþjóð kaup á SAP S/4HANA viðskiptahugbúnaði. Þá er unnið að áhugaverðum nýjungum í netbankalausn bankans, sem kemur frá Origo. Þessi viðskipti undirstrika ánægju bankans með SAP bankakerfin og samstarfið við Applicon, dótturfélag Origo í Svíþjóð. Í byrjun sumars var SAP innlánakerfi gangsett hjá SBAB bankanum í Svíþjóð með rúmlega 400.000 innlánareikninga. Samhliða því var Origo greiðslumiðlunarlausn tekin í notkun. Í lok september var skrifað undir samning sem snýr að áframhaldandi innleiðingu á SAP. Bæði Landshypotek og SBAB hafa vaxið í rekstrarþjónustu hjá Applicon og tækifæri til að útvíkka það samstarf enn frekar.Afkoma í rekstrarþjónustu og innviðum er ágæt, en sérstök áhersla er lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþætti, með aukinni sjálfvirkni og stöðlun. Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Félagið endurnýjaði á núverandi ársfjórðungi þjónustusamninga við tvo stærstu viðskiptavini sína. Mikil aukning og tíðni netárása ásamt aukinni nýtingu samskiptalausna kallar á vel útfærðar öryggisvarnir og eftirlit. Origo hefur sérhæft sig undanfarin ár í að aðstoða fyrirtæki í að tryggja sig betur fyrir netárásum og við sjáum töluvert mikla eftirspurn eftir þekkingu okkar og reynslu í þeim málaflokki. Öryggislausnateymi Origo hefur kynnt verkefni sín og lausnir á Norðurlöndum. Vel útfærðar lausnir, reynsla og þekking á netöryggislausnum hjá Origo hafa vakið eftirtekt og er það eitt af markmiðum okkar að stækka viðskiptavinahópinn og sækja fram á erlenda markaði.Skilyrði fyrir sölu á notendabúnaði hafa verið hagfelld s.l. mánuði og skilar það, ásamt breyttum áherslum í rekstri, mjög viðunandi arðsemi á því sviði. Flutningur sölu úr hefðbundinni verslun í netverslun er að skila tvöföldun á veltu netverslana Origo samhliða því að fjárfesting félagsins í Tölvutek á s.l. ári, og mikil þekking á hljóð- og myndlausnum er að skila Origo góðum árangri.“ViðhengiOrigo hf. Árshlutareikningur 30.09.2020Origo hf. Fjárfestakynning F3 2020Fréttatilkynning Árshlutauppgjör Origo hf. F3 2020