Skip to main content

Origo hf. – Uppgjör 1. ársfjórðungs 2020 – Ágætur fjórðungur en áhrifa Covid-19 farið að gæta í rekstri

Reykjavík, 29. apríl 2020 – Origo kynnti í dag uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2020Heildarhagnaður 425 mkr og EBITDA 237 mkrHelstu upplýsingar:• Sala á vöru og þjónustu nam 4.277 mkr á fyrsta ársfjórðungi 2020 (20,4% tekjuvöxtur frá F1 2019) [F1 2019: 3.553 mkr]• Framlegð nam 1.050 mkr (24,6%) á fyrsta ársfjórðungi [F1 2019: 25,9%] • EBITDA nam 237 mkr (5,5%) á fyrsta ársfjórðungi [F1 2019: 237 mkr (6,7%)]• Leiðrétt EBITDA með tilliti til niðurfærslu á viðskiptakröfum nemur 274 mkr og hækkar um 16% frá fyrra ári• Hrein fjármagnsgjöld námu 126 mkr á fyrsta ársfjórðungi [F1 2019: 43 mkr]• Þýðingarmunur vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga nam 460 mkr á fyrsta ársfjórðungi [F1 2019: 149 mkr]• Heildarhagnaður nam 425 mkr á fyrsta ársfjórðungi [F1 2019: 213 mkr]• Eiginfjárhlutfall er 58,7% (var 57,1% í lok árs 2019) og eigið fé 7,2 makr • Veltufjárhlutfall er 1,32 (var 1,34 í lok árs 2019)
Finnur Oddsson, forstjóri:„Vegna heimsfaraldurs Covid-19 var lagt í umfangsmiklar aðgerðir á fyrsta ársfjórðungi til að standa vörð um öryggi og heilsu starfsfólks, tryggja samfellu í rekstri Origo og þjónustu við viðskiptavini. Stærstur hluti starfsfólks Origo hefur undanfarnar vikur sinnt vinnu sinni að heiman og með góðum undirbúningi, dugnaði og nýtingu upplýsingatæknilausna hefur tekist að halda úti hefðbundinni starfsemi án frávika í rekstri. Það er ánægjulegt að sjá hvað þessi vinna hefur gengið vel og sérstaklega að vita til þess að með stuðningi tæknilausna frá Origo hefur fjöldi fyrirtækja náð að gera slíkt hið sama, laga starfsemi að gerbreyttum aðstæðum og viðhalda þjónustu við sína viðskiptavini.  Það er fátt sem veitir okkur meiri ánægju.Þrátt fyrir töluverða röskun á daglegri starfsemi vegna Covid-19 gekk rekstur Origo á fjórðungnum vel. Tekjur Origo numu 4.277 mkr og jukust um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA var 237 mkr en þar höfum við tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem stafar af veirufaraldrinum.  Heildarhagnaður var 425 mkr og tvöfaldast á milli ára, en þessi ágæta niðurstaða er að stórum hluta til komin vegna gengishreyfinga sem hafa jákvæð áhrif á þýðingarmun vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga, einkum Tempo. Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum.Almennt má segja að rekstur Origo hafi þróast með jákvæðum hætti á fjórðungnum. Kröftugan tekjuvöxt má að stórum hluta rekja til aukinnar eftirspurnar eftir notendabúnaði til fjarvinnu, tölvum og fjarfundarlausnum og alger viðsnúningur hefur orðið í afkomu á þessu sviði. Að sama skapi hefur afkoma af hýsingar- og rekstrarþjónustu batnað umtalsvert frá fyrra ári og fjárfesting í þekkingu á sviði skýja- og öryggislausna og sjálfvirknivæðingar ferla hefur skilað nýjum tekjum.  Þessi ágæta rekstrarniðurstaða á sviðum Notenda- og Þjónustulausna er afrakstur mikillar vinnu við hagræðingu og einföldun á rekstri beggja eininga á síðasta ári og í byrjun þessa.Hugbúnaði og tengdri þjónustu heldur áfram að vaxa fiskur um hrygg, þó með þeirri undantekningu að vegna áhrifa Covid-19 á ferðaþjónustu hefur eðlilega orðið nokkuð bakslag í sölu og þróun á ferðatengdum lausnum.  Það vegur hins vegar á móti að eftirspurn eftir hugbúnaðarlausnum fyrir heilbrigðisþjónustu hefur líklega aldrei verið meiri og mjög ánægjulegt að á síðustu vikum hefur Origo leikið beint hlutverk í baráttunni við veiruna með þróun á nýrri virkni fyrir Heilsuvera.is, eins og myndsamtöl, birtingu niðurstaðna úr veiruskimun eða stýringu á lyfjaávísunum.  Svipaða sögu er að segja af sölu og ráðgjöf á viðskiptahugbúnaði, tekjur halda áfram að aukast, æ stærra hlutfall í mánaðarlegri áskrift og afkoma var góð.Það er öllum ljóst að mikil óvissa ríkir um þróun efnahagslífs á Íslandi og um leið um horfur í rekstri flestra fyrirtækja. Origo er þar engin undantekning og fyrir liggur að áhrif veirufaraldursins á okkar rekstur verða töluverð, neikvæð á sumum sviðum en jákvæð á öðrum.  Sterk staða félagsins, sérstaklega fjárhagsleg, gerir okkur kleift að fást við óvissuástand og ágjöf sem er á næsta leiti.  Við horfum hinsvegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt.  Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“
ViðhengiOrigo árshlutareikningur 31.3.2020Fréttatilkynning Árshlutauppgjör Origo hf. F1 2020

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.