Nova Klúbburinn hf.: Niðurstöður aðalfundar þann 21. mars 2024
Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. var haldinn í dag, fimmtudaginn 21. mars 2024.
Sjálfkjörið var í stjórn félagsins og er skipan hennar óbreytt frá því sem var.
Í stjórn félagsins sitja:
- Hrund Rudolfsdóttir
- Jón Óttar Birgisson
- Jóhannes Þorsteinsson
- Magnús Árnason
- Sigríður Olgeirsdóttir
Stjórn hefur skipt með sér verkum og var Sigríður Olgeirsdóttir endurkjörin formaður stjórnar
Einnig var sjálfkjörið í tilnefningarnefnd félagsins fyrir næsta ár, en nefndina skipa, eins og áður:
- Margrét Kristmannsdóttir
- Thelma Kristín Kvaran
Samþykkt var tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár félagsins sem nemur 133.310.000 kr. að nafnvirði, en að teknu tilliti til lækkunarinnar nemur heildarhlutfé félagsins 3.683.966.464 kr. að nafnvirði.
Niðurstöður aðalfundarins má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi fundargerð.
Attachment