Skip to main content

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2024

Traustur rekstur í krefjandi umhverfi

Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi:

  • Heildartekjur voru 3.228 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2024 og standa í stað.
  • Þjónustutekjur námu samtals 2.519 m.kr. og vaxa um 3,6% á milli ára.
  • EBITDA nam 961 m.kr. samanborið við 973 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári, EBITDA hlutfallið var 29,8% á fjórðungnum samanborið við 30,3% á fyrra ári.
  • Hagnaður annars ársfjórðungs var 108 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum er 536 m.kr.
  • Hrein fjármagnsgjöld á fjórðungnum nema 264 m.kr. og lækka um 7,0% frá fyrra ári.
  • Eiginfjárhlutfall var 40,2% í lok fjórðungsins og eigið fé nam samtals 9.375 m.kr.
  • Viðskiptavinum fjölgar á árinu, bæði í Flakk- og Fastneti.

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

„Nú þegar árið er hálfnað er gott að líta yfir stöðuna. Reksturinn er traustur. Heildartekjur eru svipaðar og á síðasta ári, en þegar við kíkjum baksviðs sjáum við að Nova heldur áfram að styrkja sig inn í framtíðina, sem er einmitt það sem við stefnum alltaf að. Vörusalan hefur verið að dragast saman í krefjandi umhverfi, sem hefur þó ekki áhrif á rekstrarhagnað. Þjónustutekjurnar aukast á móti og viðskiptavinunum fjölgar.

Fjárfesting í innviðauppbyggingu er okkur mikilvæg þar sem öflugir innviðir styrkja samkeppnisstöðu okkar. Þannig getum við fjölgað viðskiptavinum um allt land á sama tíma og viðskiptavinir eru öruggir, ánægðir og í góðu sambandi. Gott samband er jafnvel enn mikilvægara þar sem fáir eru á ferli. Við höfum haldið áfram uppbyggingu 5G senda um landið bæði til að styrkja núverandi kerfi og bæta við nýjum stöðum til að fækka dauðum blettum í flakkneti. Alls höfum við fjárfest fyrir rúmlega 800 milljónir í innviðauppbyggingu á þessu ári. Við hjá Nova höfum líka fagnað og tekið þátt í samstarfi um uppbyggingu í flakknetinu, en þar eru mikil tækifæri til hagræðingar með því að samnýta innviði.

Við sjáum einnig tækifæri í betri nýtingu á opinberum fjármunum m.a í frekari uppbyggingu flakknets á strjálbýlustu stöðum landsins. Flakknet getur verið alveg sambærilegt við ljósleiðaratengingar og í raun er skynsamlegra að leggjast í þá uppbyggingu, sem er hagkvæmari, gengur mun hraðar fyrir sig og tryggir um leið flakknetssamband á viðkomandi svæðum. 

Tæknin er hins vegar ekki markmið í sjálfu sér heldur leið til að einfalda og njóta lífsins, við höldum því áfram að leggja áherslu á geðræktina og fríðindaklúbbinn FyrirÞig. Við hvöttum m.a. til símalausra samverustunda með Busltónleikum og fríum sundferðum í allt sumar. Viðskiptavinir sem njóta lífsins í góðu sambandi eru ánægðir viðskiptavinir og það er það mikilvægasta sem við í Nova eigum. Við horfum með mikilli eftirvæntingu til síðari hluta ársins.”

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn á morgun, föstudaginn 23. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9 á 4. hæð. Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjörið og svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá beint streymi sem hægt er að nálgast ásamt kynningarefni á heimasíðu Nova, https://www.nova.is/fjarfestar. Hægt er að senda inn spurningar á fjarfestatengsl@nova.is

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, margret@nova.is, s. 770 1070

Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri, thorhallurj@nova.is, s. 770 1090

Attachments

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.