Nova Klúbburinn hf. birtir ársuppgjör 2023
Nova Klúbburinn hf. birtir ársuppgjör fyrir 2023 eftir lokun markaða þriðjudaginn 27. febrúar.
Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9 á 4ju hæð.
Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjör Nova Klúbbsins og svara fyrirspurnum.
Boðið verður uppá beint streymi sem hægt verður að nálgast ásamt kynningarefni á heimasíðu Nova https://www.nova.is/fjarfestar
Velkomið er að senda spurningar fyrir kynningarfundinn eða á meðan á honum stendur á netfangið fjarfestar@nova.is