Nordurthing 6th month annual report
Hálfsársuppgjör Norðurþings 2023, tekið fyrir í byggðarráði þann 14.09.2023
Þetta er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem gert er formlegt 6 mánaða uppgjör fyrir Norðurþing og því eru ekki til staðar samanburðartölur í rekstri fyrir sama tímabil á fyrra ári og eru samanburðarfjárhæðir í rekstri því fyrir allt árið 2022.
Árshlutareikningurinn fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2023 er óendurskoðaður og ókannaður.
Í rekstrarupplýsingar samstæðunnar fyrir tímabilið vantar rekstur B hluta fyrirtækjanna Dvalarheimils aldraðra sf., Leigufélagsins Hvamms ehf. og Fjárfestingarfélags Norðurþings ehf. en uppgjör fyrir þessar einingar liggja ekki fyrir.
Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Norðurþings byggir á traustum grunni en óhagstætt verðbólguumhverfi og mikil hækkun lífeyrisskuldbindinga litar niðurstöðuna.
Halli af rekstri A hluta á tímabilinu nam 229,3 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 50,3 milljóna króna halla.
Halli af rekstri samstæðunnar nam 376,3 milljónum en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 79,6 milljóna króna halla.
Heildareignir samstæðunnar nema í lok tímabilsins 10.048 milljónum króna og eigið fé samstæðunnar nemur 2.065 milljónum króna.
Veltufé frá rekstri A hluta nemur 190 milljónum króna eða um 7,9% af tekjum og veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild nemur 245,9 milljónum króna eða um 8,8% af tekjum.
Attachment