Í tengslum við útboð sem haldið var 20. mars stóð aðalmiðlurum til boða, samkvæmt 6. grein í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa, að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér kaupréttinn í RIKB 21 0805 fyrir 142,5 m.kr. að nafnverði. Uppgjör er 25. mars 2020 og heildarstærð flokksins verður þá 21.599.000.000 kr. að nafnvirði.