Lykill fjármögnun hf. gefur út nýjan skuldabréfaflokk

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið skuldabréfaútboði í nýjum skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 20 11. Flokkurinn er nýr óverðtryggður skuldabréfaflokkur með 4,20% föstum vöxtum, mánaðarlegum greiðslum og lokagjalddaga þann 27. nóvember 2020.Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.000 m.kr. á hreina verðinu 100,00 (pari) í lokuðu útboði.Uppgjörsdagur viðskipta er 28. nóvember 2019. Óskað verður eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.Nánari upplýsingar veita:
Daði Kristjánsson, Fossar markaðir hf., dadi.kristjansson@fossarmarkets.com, s: 840 4145
Arnar Geir Sæmundsson, forstöðumaður fjárstýringar Lykils fjármögnunar hf., arnarg@lykill.is, s: 540 1700