Lykill fjármögnun hf. gefur út nýjan 6 mánaða víxlaflokk

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið sölu á nýjum 6 mánaða víxlaflokki sem ber auðkennið LYKILL210915.Alls bárust tilboð að nafnvirði 1.880 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.533 m.kr. á 1,70% flötum vöxtum.Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 15. mars 2021. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland þann sama dag.Markaðsviðskipti Arion banka höfðu umsjón með útgáfu og sölu víxlanna.Nánari upplýsingar veitir: