Leiðrétting – Reginn: Niðurstaða skuldabréfaútboðs
Bætt við upplýsingum um heildarupphæð tilboða frá fyrri tilkynningu. Lokuðu útboði Regins á skuldabréfum þann 5. desember 2019 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, REGINN280130, sem óskað verður eftir að tekinn verði til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.Samtals bárust tilboð að nafnvirði 2.900 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.520 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,75%.Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð mánudaginn 16. desember næstkomandi og óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.Fossar markaðir höfuð umsjón með útboðinu fyrir hönd Regins.
Nánari upplýsingar veita:Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri – johann@reginn.is – S: 512 8900 / 859 9800Matei Manolescu – Fossar markaðir – matei.manolescu@fossarmarkets.com – S: 522 4008