Skip to main content

Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði

Á meðal fyrstu fyrirtækja í heiminum til að beita nýrri nálgun við fjármögnun grænna eignaLandsvirkjun hefur skrifað undir samning við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa. Um var að ræða lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði (e. US private placement), að fjárhæð samtals 150 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 21 milljarðs íslenskra króna. Bréfin eru gefin út undir uppfærðum grænum fjármögnunarramma Landsvirkjunar („Green Finance Framework“). Fjármunirnir verða nýttir til að fjármagna og endurfjármagna grænar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Það er ný nálgun í skilgreiningu á ráðstöfun fjármuna samkvæmt græna fjármögnunarrammanum og er Landsvirkjun á meðal fyrstu fyrirtækja á heimsvísu sem beita þessari nýju nálgun. Bréfin eru gefin út án ríkisábyrgðar.Upphaflega var stefnt að skuldabréfaútgáfu fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala, en útgáfunni var mjög vel tekið og bárust tilboð fyrir 545 milljónir Bandaríkjadala, eða sem samsvarar rúmlega fimmfaldri eftirspurn. Bréfin eru á gjalddaga eftir 9 ár og bera 2,79% fasta vexti fyrir skuldabréf sem verða gefin út í nóvember 2020 og 2,84% fasta vexti fyrir skuldabréf sem verða gefin út í febrúar 2021. Vaxtagreiðslur verða á sex mánaða fresti.Landsvirkjun uppfærði grænan fjármögnunarramma fyrirtækisins í tengslum við útgáfuna. Gjaldgengar eignir (e. eligible assets) eru nú allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins sem styðja við framleiðslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessi nýja nálgun hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi.Útgáfan endurspeglar áherslur Landsvirkjunar á sjálfbæra þróun og kemur í kjölfar útgáfu skuldabréfs fyrr á þessu ári að fjárhæð 80 milljónir Bandaríkjadala (jafnvirði um 11 milljarða króna) sem tengt er við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærnitengds veltiláns sem samið var um árið 2019 að fjárhæð 150 milljónir Bandaríkjadala (jafnvirði um 21 milljarðs króna) og útgáfu grænna skulda­bréfa árið 2018 fyrir 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala (jafnvirði um 28 milljarða króna).BNP Paribas og ING voru umsjónaraðilar útgáfunnar. ING var ráðgjafi við uppfærslu á græna fjármögnunarrammanum.
Áhersla á lækkun skuldaÁ undanförnum árum hefur fjárhagslegur styrkur Landsvirkjunar aukist verulega og áhersla verið lögð á lækkun skulda. Frá 2010 hafa nettó skuldir lækkað um meira en 1 milljarð Bandaríkjadala (jafnvirði um 140 milljarða króna). Á sama tímabili námu fjárfestingar samtals um 1,3 milljörðum Bandaríkjadala (jafnvirði um 180 milljarða króna) sem voru aðallega vegna byggingu þriggja nýrra aflstöðva, Búðarhálsstöðvar, Þeistareykjastöðvar og stækkunar Búrfellsstöðvar. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 lækkuðu nettó skuldir um 60 milljónir Bandaríkjadala (jafnvirði rúmlega 8 milljarða króna), í 1,6 milljarð Bandaríkjadala (jafnvirði um 222 milljarða króna) á tímabilinu og gerir Landsvirkjun ráð fyrir að skuldir muni áfram lækka á komandi árum.
Ný fjármögnun án ríkisábyrgðarFrá 2011 hefur öll ný langtímafjármögnun Landsvirkjunar verið án ríkisábyrgðar. Fyrirtækið hefur jafnframt dregið úr ríkisábyrgðum með því að fyrirframgreiða ríkistryggðar skuldir og semja um afnám ríkisábyrgðar af núverandi samningum við lánveitendur. Frá 2010 hafa skuldir með ríkisábyrgð lækkað um 2,5 milljarða Bandaríkjadala (jafnvirði um 347 milljarða króna), þar af um 25 milljarða króna (jafnvirði um 180 milljónir Bandaríkjadala á núverandi gengi) á árinu 2020. Síðasta lánið með ríkisábyrgð er á gjalddaga árið 2026 og eftir það verða engir fjármögnunarsamningar Landsvirkjunar með ríkisábyrgð.
Rafnar Lárusson, fjármálastjóri Landsvirkjunar:
“Baráttan við loftslagsbreytingar fer ekki fram öðruvísi en með því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orku. Græn fjármögnun er eitt af áhrifaríkustu tækjunum til þess að stuðla að þeim orkuskiptum og ýta undir orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum í heiminum. Við erum stolt af því að vera hluti af þessum ört stækkandi markaði, en við vorum fyrst hér á landi til þess að gefa út græn skuldabréf og höldum áfram á þeirri braut með þessu vel heppnaða skuldabréfaútboði. Útgáfan staðfestir að við höfum gott aðgengi að bandaríska skuldabréfamarkaðinum. Við kunnum vel að meta áframhaldandi stuðning frá núverandi fjárfestum og jafnframt þann mikla áhuga sem við fengum frá nýjum fjárfestum.“

Reykjavík, 23. september 2020
Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.Sími 515 9000, netfang: rafnar.larusson@landsvirkjun.is

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.