Fyrirhuguðu útboði sértryggðra skuldabréfa sem fara átti fram í þessari viku hefur verið frestað fram í næstu viku. Útboðið mun fara fram þriðjudaginn 21. apríl kl. 15:00. Boðinn verður til sölu einn verðtryggður flokkur, LBANK CBI 26 og einn óverðtryggður flokkur, LBANK CB 25.Áætlaður uppgjörsdagur er 28. apríl 2020.Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 410-7330 eða með tölvupósti, verdbrefamidlun@landsbankinn.is.