Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.Fundinn átti að halda 27. mars sl. en eftir að stjórnvöld takmörkuðu samkomur við 20 manns, í þeim tilgangi að hindra útbreiðslu Covid-19, var fundinum frestað til dagsins í dag. Hluthafar gátu fylgst með fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.Skýrsla bankaráðsHagnaður Landsbankans á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna. Arðsemi eiginfjár nam 7,5% (9,2% án áhrifa bankaskatts) og kostnaðarhlutfall var 42,6%. Eigið fé um sl. áramót var um 248 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um 25,8%.Í skýrslu bankaráðs fjallaði Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, m.a. um að baráttan gegn útbreiðslu Covid-19 á Íslandi hefði heppnast vel. Mikilvægt væri að einnig tækist vel til í glímunni við efnahagslegar afleiðingar faraldursins og Landsbankinn myndi taka þátt í þeirri baráttu með ýmsum hætti. „Fjárhagslegur styrkur Landsbankans er afar mikill. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans gera mikið gagn og liðka fyrir aðstoð bankans við viðskiptavini. Eitt af mikilvægustu hlutverkum viðskiptabanka er að vera stuðpúði þegar atvinnulífið verður fyrir höggi og við göngum bjartsýn til þeirra verkefna sem framundan eru,“ sagði hún.Rekstur og staða LandsbankansÍ kynningu sinni á uppgjöri bankans fyrir árið 2019 fjallaði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, m.a. um góðan rekstrarárangur og aukna notkun á stafrænum lausnum bankans, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Landsbankinn hefði verið með hæstu markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði sjötta árið í röð og væri sem fyrr leiðandi á fyrirtækjamarkaði. Aukin ánægja viðskiptavina endurspeglaðist í að bankinn varð efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni.Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir:„Uppgjör bankans 2019 var mjög sterkt og bankinn er vel í stakk búinn til að mæta þeirri miklu óvissu sem nú ríkir um efnahagsmál. Landsbankinn hefur lagt sig fram við að aðstoða viðskiptavini sem eru í vanda vegna Covid-19-faraldursins. Veigamestu aðgerðirnar snúast um frestun á afborgunum lána í allt að sex mánuði. Alls hafa nú 1.622 viðskiptavinir frestað greiðslum; 1.062 einstaklingar og 560 fyrirtæki, þar af 522 lítil og meðalstór fyrirtæki. Aðeins 19 viðskiptavinir hafa ekki uppfyllt skilyrði fyrir frestun, þ.e. að hafa ekki verið í viðvarandi vanskilum áður en faraldurinn skall á.Bankinn hefur um leið lagt mikla áherslu á að tryggja að viðskiptavinir geti fengið alla bankaþjónustu án þess að þurfa að koma í útibú en þeim þurfti að loka tímabundið fyrir almennri afgreiðslu til að tryggja sóttvarnir. Allt umsóknarferli og afgreiðsla úrræða vegna Covid-19 er með stafrænum hætti. Settar hafa verið upp ítarlegar upplýsingasíður um þau fjölmörgu úrræði sem standa til boða og hægt er að panta tíma hjá ráðgjöfum bankans ef þörf er á aðstoð. Í langflestum tilfellum geta viðskiptavinir nýtt sér þjónustu bankans í sjálfsafgreiðslu, breytt yfirdrætti og kortaheimildum, tekið Aukalán, dreift reikningum og fleira sem hjálpar til við að mæta óvæntum tekjumissi.“Óbreytt arðgreiðslustefnaÁður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði bankaráð ráðgert að leggja fram tillögu til aðalfundar um að Landsbankinn myndi greiða arð til hluthafa að fjárhæð 9,5 milljarðar króna vegna reikningsársins 2019. Í ljósi þeirra efnahagslegu óvissu sem nú ríkir og í samræmi við tilmæli frá Seðlabanka Íslands, féll bankaráð frá þessari tillögu og lagði til við aðalfund að ekki yrði greiddur út arður vegna ársins 2019. Tillagan var samþykkt. Arðgreiðslustefna bankans er þó óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankansnumið 142 milljörðum króna.Af sömu ástæðum lagði bankaráð ekki til við fundinn að heimila endurkaup hlutabréfa eins og ráðgert hafði verið og var sú tillaga einnig samþykkt.Fundurinn samþykkti einnig óbreytta þóknun til bankaráðsmanna á milli ára og hefur þóknun verið óbreytt sl. tvö ár.Kosið í bankaráð LandsbankansEftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)Berglind SvavarsdóttirEinar Þór BjarnasonGuðbrandur SigurðssonHersir SigurgeirssonSigríður BenediksdóttirÞorvaldur JacobsenEftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð Landsbankans:Guðrún Ó. BlöndalSigurður Jón Björnsson Nánari upplýsingar veita: Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi, samskipti@landsbankinn.is og í síma 410 6263Hanna Kristín Thoroddsen, fjárfestatengsl, ir@landsbankinn.is og í síma 410 7310 ViðhengiNiðurstöður aðalfundar 2020
Before you continue, please confirm the following:
Professional advisers only
I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.
Important Notice for Investors:
The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.
No Investment Advice:
The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.
High Risks:
Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.
Sole Responsibility:
The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.
No Guarantees:
Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.
Regional Restrictions:
The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.
Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.