Samkvæmt samningi um viðskiptavakt getur viðskiptavaki sem á samþykkt tilboð í útboði sértryggðra skuldabréfa, keypt skuldabréf sem nemur allt að 10% af þeirri nafnverðsfjárhæð sem viðskiptavakinn keypti í útboðinu á sömu kjörum og niðurstaða útboðs segir til um.Í tengslum við útboð sértryggðra skuldabréfa sem fram fór 21. apríl barst ein beiðni að fjárhæð 40 m. kr. að nafnverði í flokkinn LBANK CB 25 sem var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,99%. Heildarstærð flokksins verður 6.440 m.kr. eftir viðbótarútgáfuna.