Á fundi bankaráðs Landsbankans í dag, 19. nóvember 2020, tilkynnti Hersir Sigurgeirsson að hann segði sig úr bankaráði Landsbankans. Hersir hefur ákveðið að taka að sér verkefni sem hann telur að fari ekki saman við setu í bankaráði Landsbankans.Hersir var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans í apríl 2016 og hefur m.a. verið formaður áhættunefndar bankaráðs.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir: „Bankaráð og starfsfólk Landsbankans þakkar Hersi afskaplega góð kynni og árangursríkt samstarf á liðnum árum. Við óskum honum velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni.“