Lánasjóður sveitarfélaga – Niðurstaða útboða í skuldabréfaflokkum LSS150434 og LSS040440 GB

Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í LSS150434 þann 17. mars 2021. Uppgjör viðskipta fer fram 19. mars 2021. Alls bárust tilboð í LSS150434 að nafnvirði ISK 4.660.000.000 á bilinu 1,08% – 1,20%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.486.000.000. Ákveðið var að taka 40% af tilboðum á ávöxtunarkröfunni 1,12% en öllum tilboðum á lægri ávöxtunarkröfu var tekið að fullu. Útistandandi fyrir voru ISK 89.016.852.565. Heildarstærð flokksins er nú ISK 90.502.852.565.Lánasjóðurinn hélt einnig útboð í dag í grænum skuldabréfaflokki LSS040440 GB í samvinnu við Landsbankann. Alls bárust tilboð í LSS040440 GB að nafnvirði ISK 2.445.000.000 á bilinu 1,08% – 1,76%. Ákveðið var að afþakka öll tilboðin. Heildarstærð flokksins er því óbreytt ISK 1.100.000.000.Nánari upplýsingar veitir:
Örvar Þ. Ólafsson
Sími: 515 4947
T-póstur: orvar@lanasjodur.is