Lækkun hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Skráð hefur verið í Fyrirtækjaskrá hlutafjárlækkun í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. að nafnverði kr. 53.239.211, en á aðalfundi félagsins þann 12. mars sl. var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins um sem nam eigin hlutum félagsins í lok dags. 13. febrúar 2020 og þeim þannig eytt. Lagaskilyrðum fyrir lækkun hlutafjárins hefur nú verið fullnægt og lækkunin verið framkvæmd.Skráð hlutafé Sjóvá-Almennra trygginga hf. eftir lækkunina er að nafnverði kr. 1.335.957.552, en var fyrir lækkunina kr. 1.389.196.763 að nafnverði. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda. Eftir hlutafjárlækkunina á Sjóvá 1.851.174 eigin hluti eða sem nemur um 0,14% af heildarhlutafé eftir lækkun. Niðurfærslan hefur ekki áhrif á hlutafé í eigu annarra hluthafa en félagsins sjálfs.