Kvika banki hf.: Tvö skilyrða í samrunasamningi Kviku, TM og Lykils uppfyllt
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) veiti samþykki fyrir samrunanum, sbr. 106 gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002;FME veiti Kviku samþykki fyrir eignarhaldi á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf., sbr. 58 gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016;Samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skilyrði að mati samrunaaðila, sbr. V. kafla samkeppnislaga nr. 44/2005; oghluthafar samþykki samrunann í samræmi við 93. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 á löglega boðuðum hluthafafundum Kviku, TM og Lykils.Í dag, 26. febrúar 2021, tilkynnti FME Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Til viðbótar tilkynnti Samkeppniseftirlitið í dag um þá ákvörðun sína eftirlitið teldi ekki forsendur til að aðhafast vegna fyrirhugaðs samruna félaganna þriggja.