Kvika banki hf.: Kvika selur hlut sinn í Korta hf.

Kvika hefur undirritað samning um sölu á öllum eignarhlut sínum í Korta hf. til breska fjártæknifélagsins Rapyd. Aðrir hluthafar Korta eru einnig aðilar að samningnum. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Kaupverðið greiðist með reiðufé. Hluti kaupverðs tekur mið af rekstri Korta á þessu ári og því liggur ekki fyrir hvert endanlegt kaupverð verður fyrr en í upphafi næsta árs. Núverandi mat bankans á kaupverði fyrir eignarhlut bankans í Korta er að það verði í samræmi við bókfært virði hlutarins um sl. áramót og hafi því ekki áhrif á afkomu bankans á þessu rekstrarári.Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku: „Það er gaman að geta tilkynnt um sölu Korta hf. sem bankinn, ásamt hópi fjárfesta, endurfjármagnaði árið 2017 í kjölfar reiðarslags sem félagið varð fyrir vegna gjaldþrots Monarch flugfélagsins. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður á undanförnum árum hefur tekist að rétta við rekstur Korta og ánægjulegt að koma félaginu nú í hendurnar á öflugu alþjóðlegu fyrirtæki sem hyggst styðja við frekari vöxt þess.”Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri bankasviðs Kviku og stjórnarformaður Korta: „Þessi viðskipti eru viðurkenning á því góða starfi sem unnið hefur verið í Korta undanfarin misseri og eiga stjórnendur og starfsmenn félagsins mikið hrós skilið fyrir það. Korta hefur verið í mikilli sókn og til marks um það þá óx hlutdeild félagsins á innanlandsmarkaði um yfir 60% á síðasta ári. Með nýjan og framsækinn eiganda á sviði fjártækni á bak við sig eru mikil og spennandi tækifæri til enn frekari sóknar.“

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.