Skip to main content

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019

Á stjórnarfundi þann 14. nóvember 2019 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutareikning samstæðu Kviku banka hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 30. september 2019.
Góð afkoma á fyrstu níu mánuðum ársinsHagnaður fyrir skatta nam 1.996 milljónum krónaHagnaður eftir skatta nam 1.913 milljónum krónaArðsemi eiginfjár var 20,3%Hreinar rekstrartekjur námu 5.615 milljónum krónaRekstrarkostnaður nam 3.899 milljónum krónaHeildareignir námu 112,6 milljörðum krónaEigið fé samstæðunnar nam 14,8 milljörðum krónaEiginfjárhlutfall í lok september var 22,9% en 23,6% að teknu tilliti til hagnaðar á fjórðungnumLausafjárþekja (LCR) var 260%Heildareignir í stýringu námu 417 milljörðum krónaStarfsmenn í fullu starfi voru 122 í lok septemberKynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, föstudaginn 15. nóvember kl. 8:30.Góð arðsemi og aukning í öllum tekjustofnumHagnaður Kviku fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 nam 1.996 milljónum króna, samanborið við 1.444 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 og jókst um 38%. Hagnaður eftir skatta nam 1.913 milljónum króna samanborið við 1.403 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Arðsemi bankans var 20,3%, vel umfram langtímamarkmið bankans um 15% arðsemi.Aukning var í öllum tekjustofnum bankans frá sama tímabili árið 2018. Hreinar vaxtatekjur jukust um 7%, hreinar þóknanatekjur jukust um 30% og fjárfestingatekjur jukust um 51%.Rekstrarkostnaður jókst um 34% vegna aukinna umsvifa á árinu og er í samræmi við áætlun.Afkomuáætlun Kviku gerir ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á bilinu 2.500 – 2.800 milljónir króna fyrir skatta. Í upphafi árs var afkomuspá bankans 1.990 milljónir króna fyrir skatta en hefur verið breytt þrisvar síðan.Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku:,,Rekstur Kviku gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig reksturinn gekk á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Tekjumyndun bankans hefur verið góð það sem af er ári og vel hefur gengið að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Arðsemin er góð og vel umfram langtímamarkmið bankans.GAMMA hefur verið hluti af samstæðu Kviku frá því í mars. Í lok september var tilkynnt um um slæma stöðu á tveimur sjóðum í rekstri GAMMA. Staða þessara sjóða olli okkur vonbrigðum en bankinn hefur lagt áherslu á að styðja GAMMA í því að gæta hagsmuna eigenda sjóðanna og hámarka verðmæti eigna þeirra.Á árinu hefur verið ánægjulegt að sjá viðtökur við Auði og áhrifum hennar á samkeppni á innlánamarkaði. Þetta er gott dæmi um hvernig bankaþjónusta er að breytast. Mikil tækifæri felast í að taka þátt í þeim breytingum og möguleikum sem eru til staðar til að halda áfram að bæta kjör viðskiptavina.“ViðhengiKvika – Condensed Consolidated Interim Financial Statements 30.09.19

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.