Kvika banki hf.: Afkomutilkynning fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019
Góð afkoma á fyrstu níu mánuðum ársinsHagnaður fyrir skatta nam 1.996 milljónum krónaHagnaður eftir skatta nam 1.913 milljónum krónaArðsemi eiginfjár var 20,3%Hreinar rekstrartekjur námu 5.615 milljónum krónaRekstrarkostnaður nam 3.899 milljónum krónaHeildareignir námu 112,6 milljörðum krónaEigið fé samstæðunnar nam 14,8 milljörðum krónaEiginfjárhlutfall í lok september var 22,9% en 23,6% að teknu tilliti til hagnaðar á fjórðungnumLausafjárþekja (LCR) var 260%Heildareignir í stýringu námu 417 milljörðum krónaStarfsmenn í fullu starfi voru 122 í lok septemberKynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, föstudaginn 15. nóvember kl. 8:30.Góð arðsemi og aukning í öllum tekjustofnumHagnaður Kviku fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 nam 1.996 milljónum króna, samanborið við 1.444 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 og jókst um 38%. Hagnaður eftir skatta nam 1.913 milljónum króna samanborið við 1.403 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Arðsemi bankans var 20,3%, vel umfram langtímamarkmið bankans um 15% arðsemi.Aukning var í öllum tekjustofnum bankans frá sama tímabili árið 2018. Hreinar vaxtatekjur jukust um 7%, hreinar þóknanatekjur jukust um 30% og fjárfestingatekjur jukust um 51%.Rekstrarkostnaður jókst um 34% vegna aukinna umsvifa á árinu og er í samræmi við áætlun.Afkomuáætlun Kviku gerir ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á bilinu 2.500 – 2.800 milljónir króna fyrir skatta. Í upphafi árs var afkomuspá bankans 1.990 milljónir króna fyrir skatta en hefur verið breytt þrisvar síðan.Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku:,,Rekstur Kviku gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig reksturinn gekk á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Tekjumyndun bankans hefur verið góð það sem af er ári og vel hefur gengið að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Arðsemin er góð og vel umfram langtímamarkmið bankans.GAMMA hefur verið hluti af samstæðu Kviku frá því í mars. Í lok september var tilkynnt um um slæma stöðu á tveimur sjóðum í rekstri GAMMA. Staða þessara sjóða olli okkur vonbrigðum en bankinn hefur lagt áherslu á að styðja GAMMA í því að gæta hagsmuna eigenda sjóðanna og hámarka verðmæti eigna þeirra.Á árinu hefur verið ánægjulegt að sjá viðtökur við Auði og áhrifum hennar á samkeppni á innlánamarkaði. Þetta er gott dæmi um hvernig bankaþjónusta er að breytast. Mikil tækifæri felast í að taka þátt í þeim breytingum og möguleikum sem eru til staðar til að halda áfram að bæta kjör viðskiptavina.“ViðhengiKvika – Condensed Consolidated Interim Financial Statements 30.09.19