Skip to main content

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning fyrir fyrri árshelming 2020

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning fyrir fyrri árshelming 2020Á stjórnarfundi þann 20. ágúst 2020 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutareikning samstæðu Kviku banka hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 30. júní 2020. Helstu atriði úr árshlutareikningi á fyrri árshelmingi 2020Hagnaður fyrir skatta nam 1.016 milljónum krónaHagnaður eftir skatta nam 924 milljónum krónaArðsemi eigin fjár eftir skatta nam 11,8%Hagnaður á hlut nam 0,47 krónumHreinar rekstrartekjur námu 4.147 milljónum krónaRekstrarkostnaður nam 2.671 milljón krónaHeildareignir námu 113,1 milljarði krónaEigið fé samstæðunnar nam 16,7 milljörðum krónaEiginfjárhlutfall í lok júní var 26,2% með tilliti til arðgreiðslustefnuLausafjárþekja (LCR) var 221%Heildareignir í stýringu námu 514 milljörðum krónaStarfsmenn í fullu starfi voru 145 í lok júníKynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn í höfuðstöðvum Kviku, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík kl. 11:45 föstudaginn 21. ágúst. Meðfylgjandi er fjárfestakynning.Sterkur rekstur í erfiðu árferðiHagnaður Kviku banka hf. fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 nam 1.016 milljónum króna og var nokkuð yfir áætlun tímabilsins. Hagnaður eftir skatta nam 924 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 11,8% en arðsemi eigin fjár á öðrum ársfjórðungi nam 15,1%.Hreinar vaxtatekjur námu 868 milljónum króna og jukust um 3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur námu 3.013 milljónum króna og jukust um 3% á milli ára. Fjárfestingartekjur námu 222 milljónum króna og drógust saman um 41% á milli ára. Hrein virðisbreyting var neikvæð um 209 milljónir króna og skýrist að mestu leyti af varúðarfærslum vegna COVID-19.Rekstrarkostnaður nam 2.671 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins og hækkaði um 0,5% á milli ára, sem var í samræmi við áætlanir.Traust eiginfjárstaða og hátt hlutfall lausafjáreignaÍ lok júní 2020 námu heildareignir 113,1 milljarði króna samanborið við 105,6 milljarða króna í lok árs 2019. Útlán til viðskiptavina námu 30,3 milljörðum króna í lok júní og jukust um 0,2 milljarða króna á tímabilinu. Lausafjárstaða bankans er sterk en handbært fé og innstæður í Seðlabanka námu 26,9 milljörðum króna í lok júní en því til viðbótar námu ríkistryggð skuldabréf 24,5 milljörðum króna. Lausafjárhlutfall var 221% í lok júní samanborið við 246% í lok árs 2019 og var vel umfram kröfur um 100% lágmarksþekju.Eigið fé nam 16,7 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 26,2% að teknu tilliti til 25% arðgreiðslustefnu (26,7% án tillits til arðgreiðslustefnu), samanborið við 24,1% í lok árs 2019 og var talsvert umfram 20,6% eiginfjárkröfu eftirlitsaðila sem síðast var uppfærð þann 18. mars 2020.Afkomuáætlun Kviku er óbreytt og gerir áfram ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á bilinu 1.700 – 2.300 milljónir króna fyrir skatta.Eignastýringarstarfsemi í Bretlandi stækkuðÍ júní gekk breska félagið KKV Investment Management Ltd., dótturfélag Kvika Securities Ltd., sem er dótturfélag Kviku banka hf., frá samningum um stýringu á tveimur breskum veðlánasjóðum. Samtals var hrein eign (e. Net Asset Value) sjóðanna rúmlega £394 milljónir, andvirði um 67 milljarða króna í lok júní. Heildareignir í stýringu Kviku námu 514 milljörðum króna í lok júní og hafa aukist um 88 milljarða króna á tímabilinu.Eignarhlutur í Korta seldurÍ apríl var undirritaður samningur um sölu á öllum eignarhlut Kviku í Korta hf. til breska fjártæknifélagsins Rapyd. Núverandi mat bankans á endanlegu kaupverði fyrir eignarhlut bankans í Korta er að það verði í samræmi við bókfært virði hlutarins um s.l. áramót og muni því ekki hafa áhrif á afkomu bankans á þessu rekstrarári.Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku:,,Ég er stoltur af afkomu bankans á fyrri hluta ársins. Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að breikka tekjugrunninn og það er því ánægjulegt að sjá að bankinn er að skila góðri rekstrarniðurstöðu í krefjandi umhverfi.Það er mikil óvissa í íslensku efnahagslífi en Kvika er í góðri stöðu til þess að vinna með núverandi og nýjum viðskiptavinum. Töluvert uppbyggingarstarf er framundan í íslensku atvinnulífi en vaxtastig hefur lækkað mikið og er líklegt að áhrif þess á verðmæti eigna hafi ekki komið fram að fullu. Bankinn rekur öfluga eignastýringarstarfsemi, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf ásamt sérhæfðri bankaþjónustu. Þetta eru áhugaverðir tímar fyrir öll svið bankans og geta þau gegnt mikilvægu hlutverki í nauðsynlegri viðspyrnu íslensks efnahagslífs.Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að byggja upp eignastýringarstarfsemi bankans. Umsvif í eignastýringu hafa haldið áfram að aukast á árinu. Það er sérstaklega ánægjulegt að eignir í stýringu dótturfélags Kviku í Bretlandi hafa vaxið umtalsvert.Ég vil þakka starfsfólki bankans fyrir hvernig því hefur tekist að halda áfram að ná góðum árangri í erfiðu ytra umhverfi. Ég er stoltur af því að vera hluti af þessum öfluga hópi starfsmanna. Mikilvægt er að starfsfólk fjármálafyrirtækja haldi áfram að þjónusta viðskiptavini og leggi sig fram við að fjármagna nauðsynlega uppbyggingu atvinnulífsins.“ 
ViðhengiKvika – Condensed Consolidated Interim Financial Statements 30.06.202020-08-20 Kvika Q2 final

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.