Skip to main content

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning 1. ársfjórðungur 2020 og uppfærð afkomuspá

Á stjórnarfundi þann 14. maí 2020 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutareikning samstæðu Kviku banka hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 31. mars 2020.
Helstu atriði úr árshlutareikningi 1. ársfjórðungs 2020Hagnaður fyrir skatta nam 445 milljónum krónaHagnaður eftir skatta nam 336 milljónum krónaArðsemi eigin fjár eftir skatta nam 8,8%Hagnaður á hlut nam 0,17 krónumHreinar rekstrartekjur námu 2.031 milljónum krónaRekstrarkostnaður nam 1.314 milljónum krónaHeildareignir námu 117,0 milljörðum krónaHandbært fé og innstæður í Seðlabanka námu 48,1 milljarði krónaEigið fé samstæðunnar nam 16,0 milljörðum krónaEiginfjárhlutfall var 23,7%Lausafjárþekja (LCR) var 275%Heildareignir í stýringu námu 427 milljörðum krónaStarfsmenn í fullu starfi voru 135Endurskoðuð afkomuáætlun fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á bilinu 1.700 – 2.300 milljónir króna fyrir skattaKynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn í höfuðstöðvum Kviku, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík kl. 16:30 fimmtudaginn 14. maí. Meðfylgjandi er fjárfestakynning.Hagnaður 445 milljónir krónaHagnaður Kviku banka hf. fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 nam 445 milljónum króna og var lítillega yfir áætlun tímabilsins. Hagnaður eftir skatta nam 336 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 8,8% á ársgrundvelli.Hreinar vaxtatekjur námu 483 milljónum króna og jukust um 14% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur námu 1.664 milljónum króna og jukust lítillega frá fyrra ári. Fjárfestingartekjur voru neikvæðar um 157 milljónir króna. Hrein virðisbreyting útlána var neikvæð um 155 milljónir króna.Rekstrarkostnaður nam 1.314 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og var í samræmi við áætlun en jókst um 1% frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2019.Sterkur efnahagur og há lausafjárstaðaÍ lok mars námu heildareignir 117,0 milljörðum króna samanborið við 105,6 milljarða króna í lok árs 2019. Útlán til viðskiptavina námu 30,9 milljörðum króna í lok mars og jukust um 0,8 milljarða króna á tímabilinu. Lausafjárstaða bankans er mjög sterk en handbært fé og innstæður í seðlabanka námu 48,1 milljörðum króna í lok mars. Lausafjárhlutfall (LCR) var 275% í lok mars samanborið við 246% í lok árs 2019 sem er langt umfram kröfur eftirlitsaðila um 100% lágmark.Eigið fé nam 16,0 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 23,7% að teknu tilliti til 25% arðgreiðslustefnu, samanborið við 24,1% í lok árs 2019 og því vel umfram 20,6% eiginfjárkröfu eftirlitsaðila sem síðast var uppfærð þann 18. mars 2020.Uppfærð afkomuspáVið birtingu á bráðabirgðatölum fyrir fyrsta ársfjórðung gaf bankinn út að forsendur fyrir þágildandi afkomuspá yrðu endurskoðaðar. Það er mat stjórnenda Kviku að forsendur hafi breyst hvað varðar stærð lánasafns, afskriftarþörf, markaðsaðstæður og stærð skiptasamningasafns. Að auki hafa vaxtalækkanir að undanförnu haft neikvæð áhrif á vaxtamun til skemmri tíma. Í ljósi þessa hefur afkomuspáin verið uppfærð og gerir endurskoðuð afkomuspá nú ráð fyrir að hagnaður ársins 2020 verði á bilinu 1.700 – 2.300 milljónir króna fyrir skatta. Í upphafi árs var afkomuspá bankans 2.300 – 2.700 milljónir króna fyrir skatta.Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku:„Ársfjórðungurinn var viðburðaríkur. Árið fór mjög vel af stað áður en COVID-19 veiran gerði vart við sig. Miklar áskoranir fylgdu því að aðlaga starfsemi bankans að breyttum aðstæðum sem fólu meðal annars í sér fjarvinnu flestra starfsmanna. Ég er virkilega ánægður með hvernig starfsmönnum bankans tókst að fóta sig í breyttum aðstæðum.Mikil óvissa hefur fylgt COVID-19 veirunni. Í mínum huga er mikilvægt að vera með skýra stefnu um hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Hægt er að skipta viðbrögðum bankans í þrennt; í fyrsta lagi eru viðlagaviðbrögð, í öðru lagi að leitast við að minnka óvissu og í þriðja lagi að leggja áherslu á nauðsynlega viðspyrnu.Viðlagaviðbrögð bankans voru fyrstu viðbrögð við breyttri stöðu hagkerfisins og snérust um að vernda verðmæti og tryggja hnökralausa starfsemi. Í þessu felst meðal annars náið samstarf með viðskiptavinum við að komast í gegnum tímabundna erfiðleika.Óvissan vegna veirunnar hefur valdið því að umsvif í hagkerfinu minnka og margir fresta því að taka ákvarðanir. Það leiðir til þess að tækifæri fara forgörðum og neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vara lengur en ella. Því er mikilvægt að leggja áherslu á að minnka óvissu.Veiran hefur mismikil áhrif á fyrirtæki og ræðst það meðal annars af fjárhagsstöðu þeirra og í hvaða atvinnugrein þau starfa. Mikilvægt er að byggja upp traust atvinnulíf og vinna með öflugum fyrirtækjum sem eru nauðsynleg til þess að geta veitt viðspyrnu og með því skapa störf og verðmæti. Bankinn er í góðri stöðu til þess að vinna áfram með fyrirtækjum og fjárfestum með það að markmiði að neikvæðar efnahagslegar afleiðingar veirunnar vari sem styst.Það er ánægjulegt að rekstur ársfjórðungsins gekk vel þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður og var afkoma bankans í samræmi við áætlanir. Samkvæmt endurskoðaðri afkomuspá er gert ráð fyrir að rekstur bankans gangi áfram vel. Skýr stefna, sterk staða og viðskiptalíkan bankans á að gera bankanum kleift að ná áframhaldandi árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“ViðhengiKvika – Condensed Consolidated Interim Financial Statements 31.03.20Kvika – Q1 2020

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.