Klappir grænar lausnir ehf.: Íslensk orkumiðlun og Klappir grænar lausnir hafa gert með sér samstarfssamning
Íslensk orkumiðlun og Klappir grænar lausnir hafa gert með sér samstarfssamning sem
veitir viðskiptavinum þeirra þann möguleika að nýta sér hugbúnað Klappa til að miðla
raforku- og umhverfisupplýsingum í gegnum sérstakt stjórnborð raforku. Hugbúnaðarlausnin byggist á stafrænni tækni Klappa en fyrirtækin tvö vinna í sameiningu
að útfærslu á raforkustjórnborðinu. Markmiðið með samstarfinu er að veita fyrirtækjum
skilvirkt raforkustjórnborð til að fylgjast með raforkunotkun, draga úr rekstrarkostnaði,
bæta auðlindanýtingu og minnka sóun. „Við hlökkum mikið til vinna með Klöppum og hjálpa íslenskum fyrirtækjum að auka
sjálfbærni í rekstri og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum með því að nýta betur raforku,“
segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar.„Við erum hæstánægð með að Íslensk orkumiðlun hafi valið að leita til okkar hjá Klöppum
um hugbúnaðarlausn sem heldur utan um flesta þætti raforkunotkunar og sölu raforku.
Þetta er spennandi og þarft verkefni sem fellur vel að starfsemi Klappa,“
segir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa grænna lausna.Um Íslenska orkumiðlun:
Íslensk Orkumiðlun var stofnuð árið 2017 og fékk leyfi til að stunda raforkuviðskipti sama ár.
Rafmagn sem Íslensk orkumiðlun selur kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum,
annaðhvort vatnsafli eða jarðvarma.
Sjá frekar: iom.is Um Klappir grænar lausnir: