Kaldalón hf.: Skráning á aðalmarkað áætluð fyrir árslok 2023
Á fundi stjórnar Kaldalóns fyrr í dag tók stjórn félagsins ákvörðun um að gefa ekki út nýtt hlutafé samhliða skráningu félagsins á aðalmarkað.
Í samræmi við stefnu stjórnar um markmiðadrifna skráningu Kaldalóns hf. á aðalmarkað Nasdaq Iceland, hóf félagið undirbúning að skráningu þegar ljóst var að markmiðum yrði náð á yfirstandandi ársfjórðungi.
Markmið stjórnar voru:
- Fjárfestingareignir nemi 50 milljörðum króna
- Leigutekjur félagsins, áætlaðar til næstu 12 mánaða, eru hærri en 3,5 milljarðar króna
- Árshlutareikningur með hreinan rekstur fasteignasafns hefur verið gefinn út og endurskoðaður
- Félagið hafi gefið út grunnlýsingu vegna markaðsfjármögnunar
Stefnt er á skráningu á aðalmarkað fyrir lok árs 2023 og gengur sú vinna samkvæmt áætlun.
Eins og fram kemur í árshlutareikningi 2023 er eiginfjárstaða félagsins sterk og var eiginfjárhlutfall þann 30. júní um 42%. Eigið fé nam tæpum 22,2 milljörðum króna og hefur félagið gott aðgengi að banka- og markaðsfjármögnun.