Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar
Meðfylgjandi eru niðurstöður hluthafafundar Kaldalóns hf. sem haldinn var í höfuðstöðvum Kviku banka hf. að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, 9. hæð, fimmtudaginn 6. ágúst 2020, kl 14:00.Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins.
Lögð var fram uppfærð útgáfa af samþykktum félagsins. Breytingar eru eftirfarandi: Breyting á grein 4.1, þannig að stjórn félagsins verði framvegis skipuð þremur til fimm mönnum í stað þriggja manna áður og allt að tveimur varamönnum í stað eins varamanns áður. Tillagan var samþykkt samhljóða.2. Kosning og skipun stjórnar og varastjórnar.
Í stjórn félagsins voru kosin Helen Neely, Gunnar Hendrik B. Gunnarsson og Þórarinn Arnar Sævarsson. Í varastjórn voru kosnir Steinþór Ólafsson og Gunnar Sverrir Harðarson. Ekki komu fram önnur framboð og var stjórn því réttkjörin. Að loknum aðalfundi var haldinn stjórnarfundur í Kaldalóni hf. þar sem stjórn skipti með sér verkum og var Þórarinn Arnar Sævarsson kjörinn stjórnarformaður.Nánari upplýsingar veitir Jónas Þór Þorvaldsson í síma 899-9705.***