IS Kredit SPV 21 hs. – Skráning skuldabréfaflokksins IS Kredit 61 SB
IS Kredit SPV 21 hs., sjóður í rekstri Íslandssjóða, hefur birt lýsingu dagsetta 6. september 2022. Lýsingin samanstendur af tveimur skjölum; útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn útgefanda að skuldabréf í flokknum IS Kredit 61 SB verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Sótt hefur verið um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta.
Seld voru skuldabréf að nafnvirði 12.000 m.kr. og falla þau undir nýjan félagslegan fjármögnunarramma Háskólans í Reykjavík sem er vottaður af alþjóðlega vottunarfyrirtækinu S&P Global Ratings.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfaflokksins til viðskipta. Lýsingin ásamt fjármögnunarramma Háskólans í Reykjavík má finna á heimasíðu útgefanda,
https://www.islandssjodir.is/serhaefdar-fjarfestingar/is-kredit-spv-21/. Jafnframt má nálgast lýsinguna á skrifstofu Íslandssjóða, Hagasmára 3, 201 Kópavogi.
Nánari upplýsingar veitir Gísli Elvar Halldórsson, sjóðstjóri IS Kredit SPV 21 hs., í síma 844-4236 eða í tölvupósti á gislielvar@islandssjodir.is
Attachments