Iceland Seafood International hf: Q1 2025 Uppgjör: Áframhaldandi rekstrarbati og endurfjármögnun nánast lokið
Áframhaldandi rekstrarbati og endurfjármögnun nánast lokið
- Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi er 333 milljónir ISK (€2.3m) samanborinn við 275 milljónir ISK (€1.9m) Q1 2024 sem er aukning um 58 milljónir ISK (€0.4m)
- Rekstrartekjur á fyrsta ársfjórðungi 2025 námu 17,3 milljörðum ISK: (€119.3m), sem er aukning um 4,8% frá sama ársfjórðungi 2024
- Framlegð fyrir Q1 2025 er 1,8 milljarður ISK milli (€12.3m) samanborið við 1,5 milljarð (€10.5m) í Q1 2024
- EBITDA fyrir Q1 2025 hækkaði í 781 milljón (€5.4m) frá 463 milljónum(€3.2) í Q1 2024
- 12 mánaða rúllandi EBITDA hækkaði um 1 milljarð, í 2,7 milljarða (€18.5m) frá 1,7 milljarði(€11.8) á Q1 2024
- Hagnaður fjórðungsins eftir skatta er 145 milljónir ISK (€1.0m) samanborinn við 15 milljónir (€0.1m) fyrir sama tímabil 2024
- Hagnaður á hlut fyrir Q1 2025 er 5 ISK á hlut en 0,4 ISK fyrir Q1 2024.
- Heildareignir námu 37 milljörðum ISK (€256.2m) í lok mars 2025, sem er hækkun um 333 milljónir ISK (€2.3m) frá ársbyrjun
- Eiginfjárhlutfall er í 29.9% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 samanborið við 26.8% í lok Q1 2024
- Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi 2025 verður samkvæmt afkomuspá, 1,1 – 1,4 milljarðar ISK (€7.5m – €9.5m)
Rekstrartekjur starfseminnar í Suður-Evrópu voru 8,3 milljarður ISK (€57.1m) á fyrsta ársfjórðungi, sem er 2,3% aukning miðað við sama tímabil árið 2024. Reglulegur hagnaður starfseminnar fyrir skatta nam 333 milljónum ISK (€2.3m), sem er aukning um 29 milljónir ISK (€0.2m) frá fyrsta ársfjórðungi 2024. Þetta var þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif tengd starfseminni í Argentínu, sem leiddu til gjaldmiðilstaps upp á 87 milljónir ISK (€0,6m) á tímabilinu, samanborið við 130 milljóna ISK (€0,9m) hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta eru góðar rekstrarniðurstöður, sérstaklega í ljósi þess að páskarnir, einn mesti neyslutími þorsks í Suður-Evrópu, voru í apríl. Sala hjá Ahumados Domínguez dróst saman um um 7% á milli fjórðunganna en tap fyrir skatta var 7 milljónir ISK (€47k) samanborið við 101 milljón ISK(€700k) á sama fjórðungi 2024. Þessi fyrsti ársfjórðungur er ásættanlegur og besti fyrsti ársfjórðungur frá kaupum ISI hf á fyrirtækinu.
Rekstrartekjur starfseminnar í Norður-Evrópu voru 2,1 milljarðar ISK (€14.4m), sem er 11% aukning frá fyrsta ársfjórðungi árið áður. Verð á laxi var lægra en reiknað var með í byrjun árs og framboð á laxi hefur verið gott. Verð á hvítfiski hefur aftur á móti verið mjög hátt og framboð af skornum skammti. Félagið á Írlandi skilaði 11 milljóna ISK (€76 k) hagnaði af reglulegri starfsemi sem er aukning um 16 milljónir ISK (€111k) frá fyrsta ársfjórðungi 2024. Á sama tíma var tap af starfsemi Iceland Seafood Barraclough uppá 18,5 milljónir ISK (€128k) sem skilaði heildartapi uppá 7,5 milljónir ISK (€53k) sem er á pari við sama ársfjórðung 2024. Samkvæmt spám um verð og framboð má reikna með að laxaverð verði stöðug út árið.
Rekstrartekjur Sölu- og dreifingarhluta starfseminnar voru 7,4 milljarðar ISK (€51.1m) á fyrsta ársfjórðungi, sem er 4,7% aukning frá sama ársfjórðungi 2024. Hagnaður er á pari við sama tímabil 2024. Mikil eftirspurn og hækkandi verð á þorski voru lykillinn að góðum árangri.
Byggt á niðurstöðum fyrsta ársfjórðungs og núverandi viðskiptum verður afkomuspá óbreytt frá ársbyrjun eða á bilinu 7,5 til 9,5 milljónir evra. Gert er ráð fyrir áframhaldandi háu þorskverði á árinu þar sem framboð er í sögulegu lágmarki. Reiknað er með að laxaverð verði stöðugt út árið og lægri en spár sögðu til um. Ástandið í alþjóðastjórnmálum hefur verið frekar óútreiknanlegt síðustu misseri en á sama tíma hefur efnhagsumhverfið verið í meira jafnvægi sem hefur skilað sér í lækkun vaxta. Við gerum ráð fyrir að allar deildir fyrirtækisins muni standa við áætlanir og gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum í sjávarútvegsgeiranum á næstu mánuðum
Ægir Páll Friðbertsson, CEO
“Eins og áður hefur komið varðandi árið 2025 er líkur á að aðfangakeðjan verði áskorun sökum minnkandi kvóta í þorski á heimsvísu sem gerir það að verkum að framboðið verður minna en verið hefur mörg undanfarin ár. Einnig lá fyrir að endurfjármagna um helming af vaxtaberandi skuldum félagsins á öðrum ársfjórðungi og er sú vinna á lokametrunum. Báðir þessir þættir voru áskoranir í rekstri félagsins. Helstu áherslur félagsins á næstu mánuðum verða því að treysta aðfangakeðjuna, efla fjárhagslegt skipulag enn frekar, draga úr vaxtakostnaði og áframhaldandi vinna við endurskoðun á stefnu félagsins með það eitt að markmiði að renna styrkari stoðum undir reksturinn og efla hann til framtíðar.
Á fyrsta ársfjórðungi tryggðum við stöðugt framboð á þorski og héldum rekstrinum á réttum kili í afar krefjandi umhverfi. Allar deildir fyrirtækisins sýndu aukna sölu samanborið við sama tímabil árið 2024, sem veitir okkur traust og bjartsýni fyrir áframhaldandi starfsemi á árinu. Horfur fyrir næstu mánuði gera ráð fyrir að framboð á þorski verði takmarkað, á meðan laxamarkaðurinn mun líklega einkennast af verðnæmi, með stöðugra verði og góðu framboði.
Endurfjármögnun félagsins er að verða lokið. Lánalínur við íslenska banka hafa verið framlengdar og auknar með ásættanlegum kjörum, bæði lánalína og fasteigna lán hjá Iceland Seafood Barraclough í Bretlandi sem voru við erlendan banka hafa verið greidd upp og endurfjármögnuð samhliða.
Þann 7. apríl gaf ISI hf út skuldabréf fyrir ISK 4 milljarða til 3,5 ára en lánið er fest í €27.3m með vaxta og gjaldeyrissamning samhliða. Á sama tíma voru seld skuldabréf að nafnverði ISK 2.880 milljónir úr ICESEA 25 06 seríunni, sem lækkaði útistandandi eftirstöðvar skuldabréfsins sem fellur á gjalddaga 20. júní 2025 niður í ISK 520 milljónir (€3.5m). Þessi endurfjármögnun mun lækka vaxtaútgjöld verulega frá gjalddaga í júní 2025. Áframhaldandi áhersla verður á því að lækka vaxtaútgjöld, meðal annars með áframhaldandi áherslu á fjármagnsskipan félagsins.
Á sviði stefnumótunar höfum við unnið að fjölmörgum verkefnum sem beinast að vexti, rekstrarhagræðingu, ásýnd og fyrirtækjamenningu. Við búumst við að þessi verkefni fari að skila jákvæðum árangri á næstu mánuðum.
Ljóst er að við höfum verulegt svigrúm til vaxtar og betri nýtingar á fyrirtækjaneti okkar, öflugu sölu- og birgjaneti og hæfileikaríku starfsfólki í sjávarútvegsgeiranum. Markmiðið er að styrkja Iceland Seafood enn frekar til að bregðast við framtíðaráskorunum og nýta þau tækifæri sem fram undan eru – til hagsbóta fyrir fyrirtækið, eigendur þess og starfsfólk.”
Fjárfestafundir
Iceland Seafood mun ekki halda fjárfestafundi fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung. Fyrirtækið fagnar öllum fyrirspurnum um fjárhagslegar niðurstöður fjórðungsins, og má senda spurningar á netfangið investors@icelandseafood.com
Fyrirtækið mun hins vegar halda fjárfestafundi í kjölfar annars ársfjórðungs (hálfsársniðurstöður) og fjórða ársfjórðungs (árslokaniðurstöður), þar sem stjórnendur kynna og ræða helstu niðurstöður. Dagsetningar fyrir þá fundi má finna á vefsíðu félagsins www.icelandseafood.com/investors/shareholders/
Fyrirtækið býður alla velkomna í heimsókn sem vilja fræðast meira um starfsemina og annað henni tengt. Sé áhugi fyrir hendi vinsamlegast hafið samband við Ægir Pál Friðbertsson apf@icelandseafood.com eða Öldu Björk Óskarsdóttir alda@icelandseafood.com
Fyrirvari
Allar yfirlýsingar varðandi framtíðarsýn í þessari tilkynningu endurspegla núverandi skoðanir stjórnenda á framtíðarviðburðum og niðurstöðu. Það að þessar skoðanir séu byggðar á afstöðu sem stjórnendur telja eðlilegar, er engin trygging fyrir því að atburðir og skoðanir verði að veruleika. Framtíðarsýn felur eðlilega í sér óvissu og áhættu; Niðurstöður geta verið frábrugðnar fullyrðingum eða skoðunum sem setter eru fram.
Frekari upplýsingar:
Iceland Seafood International hf.
http://www.icelandseafood.com/Investors
Ægir Páll Friðbertsson, apf@icelandseafood.com
Attachments