Heimavellir hf.: Uppgjör fyrri árshelmings 2020

Heimavellir hf.
Fréttatilkynning 20. ágúst 2020Heimavellir: Uppgjör fyrri árshelmings 2020Stjórn Heimavalla hf. samþykkti í dag uppgjör fyrri árshelmings ársins á stjórnarfundi.Helstu atriði:EBIT framlegð á fyrri árshelmingi er 60,1% (2019: 58,9%)Rekstrartekjur fyrstu sex mánuði ársins nema 1.564 m.kr. (2019: 1.749 m.kr.) og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu er 940 m.kr. (2019: 1.030 m.kr.).Matsbreyting fyrstu sex mánaða ársins er neikvæð og nemur 548 m.kr og er að mestu tilkomin vegna aukinnar vannýtingar og hærri ávöxtunarkröfu eigin fjár við mat á virði eigna.Tap á fyrri árshelmingi nam 475,8 millj. kr. ( 2019: hagnaður 2,8 millj. kr. )Bókfært virði fjárfestingareigna er 48.207 m.kr. 30.júní 2020Handbært fé frá rekstri nam 384 m.kr. en var 78 millj. kr. á sama tíma 2019.Eiginfjárhlutfall 30.6.2020 var 37,5%Starfsemi
Á fyrstu mánuðum ársins hefur rekstur félagsins í megin atriðum verið í samræmi við áætlanir. Félagið fann fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins á 2. ársfjórðungi 2020 með þeim hætti að vannýtingarhlutfall jókst á fjórðungnum og var 6,2% af tekjum samanborið við 5,2% á 1. ársfjórðungi.Félagið Fredensborg ICE ehf. átti í júnílok 99,45% af útgefnu hlutafé félagsins að teknu tilliti til eigin bréfa.Nánari upplýsingar veitir:
Arnar Gauti Reynisson framkvæmdastjóri,
gauti@heimavellir.is s. 860 5300ViðhengiHeimavellir hf. árshlutareikningur 30.6.2020 Final